Leita í fréttum mbl.is

Julekalender...

Börnin eru búin að sitja freðin yfir "Julekalenderen" á DR1 og TV2.  Þau fengu send dagatöl frá Danmörku og sælan er mikil.  Gaman að "hitta" Pyrus, danska jólaálfinn, aftur.  Sælir endurfundir. Reyndar leist Jóhannesi ekkert á Pyrus...held reyndar að það hafi verið þreytan sem réðu hvað mestu þar um.  Hann var alveg búinn á því og skreið upp í, upp úr kl átta.  Litli molinn minn.

Á morgun verður meira um endurfundi.  Við ætlum að kíkja á Kjalarnesið, þar sem kona nokkur að nafni Sigrún, með opið hús í glergalleríinu sínu.  Börnin hennar tvö, Lóa og Anders eru stödd hjá henni.  Þau eru hluti af okkar stóra og kæra vinahópi frá Dk.  Lóa kom í gær og verður í 5 vikur, en Anders kom bara yfir helgina til að hjálpa mömmu sinni með opna húsið.  Það verður gaman að hitta þau, og gaman að skoða listaverkin hennar Sigrúnar.  Ég kom í galleríið hennar í haust, þegar Ásdís (konan hans Anders) var stödd hjá tengdamúttunni sinni.  Rosa flott.  Já, ég hlakka til.  

En hvað segiði um nýja lookið á síðunni minni?  Mér finnst það sjúklega geggjaðslega flott.  Raggý, er ok að ég nota myndina...eða á ég að finna aðra sveitamynd?  

Jæja, ætla að fara að glápa á Erin Brockovich á DR1 og hafa það náðugt.  Einar er á kvöldvakt og fer svo beint á næturvakt...svo ég kúri ein í nótt...nema einhver af ungunum þremur skríði upp í til mín.  Hver veit? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosa flott nýja sveita-lúkkið & auðvitað máttu nota þessa sætu mynd ;)

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 08:51

2 Smámynd: SigrúnSveitó

takk :)

SigrúnSveitó, 3.12.2006 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband