26.2.2009 | 20:51
Það kom að því!!
Minn heittelskaði er kominn í framboð!! Jamm, ekkert minna en það.
Hann hefur verið að verða æ pólitískari með hverju árinu, sérstaklega eftir að við fluttum heim frá Danmörku sumarið 2006. Svo hávær hefur hann stundum verið að ég hef sagt við, kannski meira í gríni en alvöru; "Afhverju ferðu bara ekki í framboð?!"
Í fyrrakvöld kom hann heim úr stuttri borgarferð, það var seint liðið á kvöld og ég sofnuð...var sko að fara að vinna í gær, laaaaangan vinnudag.
Þessi elska kom inn og vakti mig og sagði; "Hvernig litist þér á að vera gift frambjóðanda?"
Ég svaraði, eflaust mjög svefnþrunginni röddu; "Vel - ef það ert þú".
Jú, það var hann...svo sofnaði ég...held ég...
Svo brunaði ég af stað í vinnuna við fyrsta hanagal, og var að detta inn í Mosó þegar ég mundi eftir þessu stutta samtali okkar um nóttina...seint um kvöldið...what ever...
Ég hringdi í hann og spurði; "Fyrir hvaða flokk??!!!" Ég þóttist nú reyndar vita svarið...en maður verður að vera viss!
Samfylkingin er það. Einar sem sagt býður sig fram í 3.-6. sæti í NV kjördæmi. Þarf ég að taka það fram að ég er núna gengin í Samfylkinguna?!!!
Í dag sendi hann mér til yfirlestrar, fréttatilkynningu. Ég las hana í flýti...eins miklum flýti og ég gat, því ég var svooooo stolt af honum, að ég var með kökk í hálsinum og tár í augnkrókunum.
Svo í dag brunaði hann af stað, framboðsfundir í kjördæminu!!
Ég hlakka sannarlega til að taka á móti honum með koss þegar hann kemur heim.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært bara :)
Hæ fæv! ;)
eva ólafs~ (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 09:46
Hhahahaha ég sé þetta svo fyrir mér. En frábært bara. Ég kýs reyndar ekki því mér finnst valið ekki vænlegt hér og ekkert gerist þó maður kjósi. Hinir hafa alltaf vinninginn í að stjórna. En reyndar verður kosið núna á betri tíma en venjulega. Því ég læt jú rollurnar ganga fyrir svo ég fái laun. Þær bjarga sér ekki sjálfar meðan maður kýs.
Knús og kveðja úr sveitinni.
JEG, 27.2.2009 kl. 10:10
Til hamingju með eiginmanninn sæta. Og ef ég væri hann þá myndi ég nota þessa mynd sem hér er í auglýsingaherferð. En mér finnst þessi mynd vægast sagt æðisleg. Gangi honum sem allra best þó ég sé engin samfylkingarmanneskja. En hver veit................... kannski breytist það með nýju fólki í framlínunni.
Knús í þitt hús elskan
Tína, 27.2.2009 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.