20.2.2009 | 09:57
Jæja...
...verð nú að skrifa smá!
Ég fór í vinnuna í fyrradag og það var svoooo gott að koma aftur. Yndislegt að komast í gang þó mér þyki nú alltaf erfitt að vakna kl. 6:eitthvað...!!
Eftir vinnu var ég nú orðið töluvert þreytt, en fór að hitta vinkonur mínar, hittingur sem var ákveðinn fyrir einhverju síðan. Það var ljúft. Eftir þann hitting skrapp í aðeins í saumó hjá frænku Einars, alltaf gaman í þeim klúbbi, mikið hlegið.
Svo fór ég tiltölulega snemma heim til tengdó að sofa. Og svaf eins og rotaður selur þar til klukkan hringdi kl 7!!
Vinna í gær og svo heim, ég var þreytt!! Og heppna ég, minn heittelskaði var heima í morgun - hafði skipt við vinnufélaga svo hann fer á kvöldvaktina í staðinn - og því fékk ég að sofa út í morgun. Rankaði ekki við mér fyrr en um kl 9 þegar hann kom inn að ná sér í sokka!
Núna sit ég hér og er svona að spá hvað ég eigi að gera. Það væri líklega nokkuð skynsamlegt að bursta tennur, klæða mig og jafnvel fá mér morgunmat og kaffi...eða hvað finnst þér?!!!
Vitiði, ég ákvað að vera skynsöm og vinna bara 2 daga af 4 í þessari viku...ætlaði að vinna 3 af 4 en svo tók skynsemin völdin! Svo byrja ég bara á fullu í næstu viku enda rennur veikindafríið út á mánudag...
Núna er ég svööööööng! Held ég verrrrrrði að eta eitthvað. Njótið dagsins, yndislegur og blautur föstudagur framundan hér på Skagen!!
Og yndisleg helgi framundan, fáum góða gesti annað kvöld og svo þarf ég nú eiginlega að lesa smá heima...varðandi Calgary fjölskylduhjúkrun, sem á að fara að innleiða hjá okkur...spennó.
Smútzzzí...
"Flest bros kvikna út frá öðrum. Byrja þú!"
- úr bókinni "Bros"
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Calgary.....? tell me more tell me more
smjúts úr bleytunni hérna megin við göngin :)
Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2009 kl. 10:24
Ég er sem sagt með pésa með "Samantekt á Calgary fjölskylduhjúkrunar mats- og meðferðarlíkaninu", sem byggir á bókinni; "Nurses and families: A Guide to Family Assessment and Intervention".
Og þér að segja er ég afar þakklát fyrir að þessi pési er á íslensku! Í náminu mínu var mest allt lesefni á dönsku, svo ég er engan veginn í æfingu að lesa á ensku...tekur mig MARGfalt lengri tíma...
En málið er sem sagt að það er búið að innleiða þessa fjölskylduhjúkrun á einni geðdeild og á að innleiða á hinum núna. Mjög spennandi verkefni og algert möst vil ég segja! Ég hef prófað að vera beggja vegna borð innan heilbrigðiskerfisins, bæði sem starfsmaður og sem aðstandandi og er klárlega fylgjandi því að "við" sinnum fjölskyldunni betur. Það skiptir svo miklu máli og það þarf ekki að taka langan tíma. T.d. er í þessum pésa verið að tala um 15 mín. viðtöl, sem er ekki langur tími en getur skipt sköpum fyrir aðstandendur.
Svo í næstu viku fer ég í leshóp og svo í mars fer ég á eins dags kennsludag í þessu, svo held ég að allir fái handleiðslu í framhaldinu.
MJÖG spennó :)
SigrúnSveitó, 20.2.2009 kl. 10:47
Knús á þig ljós. Gott að heyra að þú sért öll að koma til. Ég skammast mín nú svolítið fyrir að hafa EKKERT athugað með líðan þína eftir aðgerðina. En nú er ég víst búin að loka búðinni og svoleiðis þannig að nú fer að gefast færi á rúnt upp á Skaga fljótlega. Verðum endilega í bandi með kaffi hitting.
Knús inn í helgina þína krútta.
Tína, 26.2.2009 kl. 16:56
Takk fyrir að senda mér lykilorðið. Þó ég sé bláókunnug þá rataði ég inn á bloggsíðu þína fyrir löngu og það er svo gaman að lesa skrifin þín því þú virkar svo jákvæð eitthvað og góð Ekki skemma allar þessar góðu uppskriftir sem þú ert með á siðunni heldur.
Soffía (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.