Leita í fréttum mbl.is

Í dag

Er búin að gera mest lítið í dag. Byrjaði daginn á að senda skólabörnin af stað og skreið svo upp í aftur og kúrði mér hjá Jóhannesi sem svaf enn. Hann vaknaði svo stuttu áður en Einar kom heim af næturvakt. Það er fátt notalegra en að kúra að morgni dags með krílunum sínum og eiga gott spjall.Lítill sætur engill

Á leiðinni í leikskólann sagði Jóhannes, allt í einu upp úr eins manns hljóði; "Mamma, ég finn oft fyrir englunum". Hann sagði mér að þeir láti hann vita af nærveru sinni með því að kitla hann, stundum í magann eða annarsstaðar, en þó oftast í nebbann.

Frekar krúttlegt.

Verndarengill Hann trúir því að með þessu kitli séu englarnir að láta hann vita að þeir séu þarna að passa hann.

 

Hann var svo alvarlegur þegar hann sagði mér þetta og það fór ekki á milli mála að honum var mikil alvara. Og hann talaði um þetta eins og ekkert væri sjálfsagðara, enda er ekkert sjálfsagðara.

Það er sko ekki amalegt að hafa svona trú. 

Yndislegt bara.

Held ég hafi þetta ekki lengra í þetta sinn, og láti orð sonar míns vera mola dagsins!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dásamleg og hrein barnstrúin, þau meina sko það sem þau segja.  Kveðja til þín mín kæra

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2009 kl. 17:35

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:25

3 Smámynd: Renata

Yndislegir þessi börn :)

Renata, 29.1.2009 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband