27.1.2009 | 14:45
Jæja
Í gær henti ég 1700 krónum út um gluggann! Doktorinn sem við fórum til í gær, lét okkur hafa pensilín - eins og ég deildi með ykkur í gær - og Jón Ingvi var ekki að meika að taka það. Svo fórum við til Kára Knúts í morgun og hann sagði að það væri alger óþarfi að taka pensilínið...!!!
Ég hefði alveg verið til í að nota þennan pening í annað...en svona er þetta stundum :( Þýðir ekki að svekkja sig á því.
EN, Jón Ingvi fór sem sagt til K.K. kl. 11 í morgun og var þá sett á hann deyfikrem og plástur yfir og áttum við að koma aftur kl 12.40 - sem við gerðum. Þá var svæðið orðið þokkalega dofið og þá var farið í framkvæmdir! K.K. risti skurð á enni drengs, og það vall út drulla... Jón Ingvi kreisti á mér puttana og stóð sig eins og hetja. Honum þótti þetta VOOOOONT, en harkaði af sér - eins og sönnum nagla sæmir!
Svo var potast í þessu með einhverskonar töng og svo stungið sprautu (nálarlausri þó) inn og skolað með saltvatni. Að lokum var troðið inn í sárið *Jelonet* og svo umbúðir yfir. Sárinu á að halda opnu í einhverja daga og okkur stóð til boða að gera það sjálf...troða nýju Jelonet inn daglega...
Við þáðum með þökkum tilboð skiptistofunnar á SHA að mæta þangað daglega og láta gera þetta. Bæði vegna þess að ég veit af fenginni reynslu, að Jón Ingvi lætur sig hafa ýmislegt...bara ef það er einhver annar en við sem gerum það! Og hin ástæðan...ég get ekki gert þetta...alls ekki við son minn...og örugglega bara engann.
Við skulum hafa það á hreinu að ég verð ALDREI skurðstofuhjúkka, sárahjúkka eða slíkt...örugglega ekki heldur slysóhjúkka. Ég bara geeeet ekki... Ég reyndi að horfa og sjá, en þegar K.K. var með töng inni í enni drengsins þá var mér nóg um...
Neibb, það er gott að það er margt í boði innan hjúkrunar og ég er alsæl í geðinu
Molinn:
"Never frown, even when you are sad, because you never know who is falling in love with your smile."
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178737
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
úff.... það er liðið yfir mig....... *dettígólfiðkall*
Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 14:55
ó nei, vona að einhver heyri í þér og komi og bjargi þér, elskan mín!
SigrúnSveitó, 27.1.2009 kl. 14:59
Heppin varstu að borga þó ekki meira fyrir pensilínið, sumt af þessu kostar 3-4 þús. vona bara að sárið grói hjá guttanum sem fyrst, skil að þú viljir mæta á slysó með hann, þau eru oft svo þæg hjá ókunnugum. hvernig líður þér annars?
Ásdís Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 15:45
hahahaha... svo fyndið hvað við erum ólíkar hjúkkur.. Aldrei gæfi ég mig út fyrir að vera geðhjúkka.. hef bara ekki nógu mikið empathy til þess. En gröft og blóð höndla ég vel og finnst sárameðferðarpælingar mjög skemmtilegar. Færi óskir um góðan bata til ykkar mæðgina og kærar kveðjur til annara heimilismanna. kkv. Salný
Salný (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:01
Takk, Ásdís, mér líður ágætlega, bara þreytt.
Salný...ég höndla alveg blóð og gröft...en að vera að *krukka* í sárinu...úff...en já, það er sko gott að ekki allar hjúkkur eru eins, því þá væri ofmönnun í sumum geirum meðan það væri vanmönnun í öðrum ;)
SigrúnSveitó, 27.1.2009 kl. 18:29
Kærleikur til þín Dóra
Dóra, 28.1.2009 kl. 08:00
Gott að allt er á uppleið hjá ykkur báðum!!!! Hlakka til að hittast næst - vonandi sem fyrst!
knús knús knús
Særún (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:06
KK er frábær læknir.Þetta verður fljótt að lagast með svona góðri umönnun.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.