Leita í fréttum mbl.is

Ég bara má til...

Tveir náungar stóðu og klóruðu sér í hausnum fyrir framan flaggstöng
þegar konu eina bara að. 

Spurði hverju þeir væru að velta vöngum yfir.

Aaaaa, við eigum að finna hæðina á stönginni en við erum ekki með neinn
stiga. 

Aaaaa, heyrðist frá konunni, opnaði tösku sína, tók út
skiptilykil, losaði stöngina upp, lagði hana niður, tók nú upp málband
og mældi stöngina:  5 metrar og 65 sentimetrar, og hélt hún síðan á
braut.

Eftir stóðu þeir félagar skellihlæjandi:  Er þetta ekki dæmigert fyrir
konur, okkur vantaði hæðina en hún sagði okkur lengdina.

Þessir félagar eru hátt settir í fjármálageiranum á Íslandi og starfa
fyrir íslenska ríkið.

-----

Ég fór með Jón Ingva til læknis í morgun, hann er með kýli á enninu sem hefur ekki gert annað en stækka undanfarið. Hann líkist helst einhyrningi, þessi elska. Þetta byrjaði sem smá bóla og er nú ca 2 cm í ummál :( Doktorinn vill láta Kára Knútsson, sem er lýtalæknir og með stofu hér på Skagen, líta á þetta. Segir að það þurfti að deifa drenginn, stinga á og ná drullunni út. Svo fékk hann pensilín líka. Jón Ingvi á tíma hjá Kára á morgun kl. 11, en er byrjaður á pensilíninu. Eitt það erfiðasta sem ég hef geri í þessu lífi er þessi fáu skipti sem Jón Ingvi þarf lyf...það er barátta frá upphafi til enda. Núna vona ég að við séum með trixið...amk fór fyrsti skammtur ofan í hann áðan. Honum þótti heldur ekki mjög fýsilegur kostur að þetta héldi áfram að dreyfa sér um allt enni...og hann myndi enda inni á sjúkrahúsi með sýklalyf í æð...sorrý, en ég varð að útskýra þetta á MJÖG drastískan hátt fyrir honum!!!

Við fórum í Einarsbúð og keyptum barnamauk til að koma lyfinu niður með. Lyfið er í hylkjum, en hylkin má opna og tæma, sem við gerðum. Settum duftið í teskeið af bananamauki og vorum með Egilsþykkni tilbúið - FULLT glas! Sem var ÞAAAAMBAÐ!!! 

Áfram var óbragð í munni drengs...svo við fórum í Skútuna og keyptum poka af brjóstsykri og fær hann einn mola til að sjúga eftir hverja inntöku. 

Jamm...allt gert til að koma þessu í drenginn. Ekki neitt spennandi við að vera með bakteríur í hausnum sem eru bara að fjölga sér og geta aldeilis gert óskunda...uss...!!

--

Ég er annars bara hress. Jón Ingvi er krútt, hann veit að ég má ekkert gera svo hann passaði sig á að halda á vörunum sem við keyptum í Einarsbúð, og þegar heim kom rétti hann mér pensilínið og spurði hvort ég gæti haldið á því...svo tók hann pokann :) Alger moli.

Jóhannes fór í leikskólann og tók af mér loforð að sækja hann kl EITT!!! Ekki mínútu seinna! Vildi bara stoppa stutt í dag. Held hann hafi saknað mín töluvert þessa 4 sólarhringa sem ég var á sjúkkhúsinu...

Jæja, nenni ekki meir...

Molinn:

"Einstaklingurinn þarf ævinlega að berjast gegn því að verða yfirbugaður af samfélaginu. Ef þú berst finnurðu oft til einmanaleika og verður stundum skelfdur. En þau forréttindi að eiga sjálfan sig verður aldrei of dýru verði keypt."

- Friedrich Nietzche


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nietzche er góður og þú ert frábær. Gangi þér vel með guttann, hann er sko algjör dúlla strákurinn

Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 12:55

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj það skiptir engu þótt það þurfi nammi í nokkra daga. Allt fyrir málstaðinn!

Gangi ykkur vel á morgun

Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gleymdi! Brandarinn er náttúrlega snilld :)

Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 17:10

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk stelpur :) Já, það er sko alveg rétt, smá nammi í nokkra daga er málstaðsins virði og vel það ;)

SigrúnSveitó, 26.1.2009 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband