Leita í fréttum mbl.is

Best að blogga...

...jamm, ég  er enn á SHA, en reikna með að fara heim á morgun. Það verður ljúft að koma heim og kúra í okkar rúmi.

Annars hefur farið vel um mig hér, og farið vel með mig. Yndislegt starfsfólk hérna á deildinni. 

Í gær var ég ansi framlág. Í gærmorgun, eða undir hádegið, var komið að því að drösla mér frammúr...og það þurfti ógleðilyf beint í æð áður en ég meikaði það. En fram á wc komst ég og gat þvegið mér í framan og burstað tennur. Og orkan þar með búin.

Svo var það inn í rúm og dorma. Reyndar var erfitt að dorma í gær, því mér var svooooo illt í bakinu. 

Ég fékk matinn inn á rúmstokk í gær, en í dag var engin miskunn, það var bara að fara fram ef ég vildi mat! Sem var líka bara gott mál.

Seinnipartinn í gær var ég farin að rölta um gangana, sem er mikilvægur hluti í bataferlinu því þá fer þarmasýstemið að vinna. Nóttina áður var ég ansi slæm af vindverkjum, fullur kviður og verkur alveg upp í öxl... 

Svo fretkeppnin mikla hófst í gær og sér eigi fyrir endann á henni! Drunurnar glymja um allan neðri Skaga...LoL

Í dag er líðanin öll betri. Ég svaf líka vel í nótt, alveg í einum dúr frá 23-6, sofnaði svo aftur til kl 8. Engir bakverkir í dag svo þetta er bara sæla.

Búin að borða þokkalega, fékk skrítinn mat í hádeginu þó...við vorum helst á að þetta væri einhverskonar grænmetisbuff...held það sko. Og svo var mjög góð sveppasúpa. Slafr... Gæti vel hugsað mér að borða hana aftur.

Jamm. Annars lítið annað að segja. Verður bara ljúft að komast heim í faðm fjölskyldunnarInLove

Nóg í bili...

"Ná má hvaða takmarki sem vera skal bara ef maður flýtir sér ekki."

- Gösta Ekman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er einhvernveginn þannig að heima er alltaf best!

Hvíldu þig vel - hvíld er góð

Hrönn Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 20:36

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, elskan mín, gottt að vel gengur mundu að passa þig vel, þetta er ótrúlega erfitt þó svo engir skurðir séu sýnilegir. 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 20:43

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Dugleg ertu!! Gangi þér áfram vel og farðu vel með þig!!

Úrsúla Manda , 21.1.2009 kl. 21:50

4 identicon

Gott að heyra að  þér líður ágætlega. Örugglega gott að reyna svona á eigin skinni hvað skjólstæðingar manns ganga í gegnum, svo þetta er tómur skóli fyrir þig. Óska þér áframhaldandi góðs bata. kkv. Sal´ný

Salný (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 08:58

5 identicon

gott að allt er á batavegi..knús

jóna björg (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:32

6 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Duglega stelpan mín. Ætti nú eginlega að vera hjá þér til að hugsa um þig. Átt það eginlega inni hjá mér

Knús og kossar frá okkur

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 22.1.2009 kl. 21:27

7 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Kveðja!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 22.1.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband