Leita í fréttum mbl.is

Aðgerðardagur

Jæja, þá er ég vöknuð. Svaf svo sem ekkert brjálæðislega vel í nótt...alltaf að vakna. Harðneitaði samt svefntöflunni sem mér var ítrekað boðið í gærkvöldi. Sé svo sem ekkert eftir því.

Það var komið inn til mín kl 7.00 og ég *rekin* (blíðlega beðin að fara) í sturtu. Á meðan var skipt á rúminu. Ég fékk þessa líka fínu teygjusokkar, sem ná hálfa leið upp í nára. Vantar bara sokkaböndin þá væri ég klár á ball...not!!

Núna kl 7.45 á ég svo að taka paracetamol og þessa kæruleysistöflu...svo ég er að spá í að halda mig frá blogginu...og facebook, þegar það fer að virka á mig...svo ég fari nú ekki að setja inn einhverja viiiitleysu...LoL

Líðanin er bland af kvíða fyrir þessu dæmi og létti yfir að þetta verður bráðum búið. Mér er smá óglatt og gæti líklega eki borðað þó ég mætti það...en þar sem ég má það ekki þá þarf ég ekki að velta mér upp úr því. 

Jæja, læt þetta duga...fyrir aðgerð. 

Later!

Molinn:

Ef þú átt 2 peninga skaltu kaupa brauð fyrir annan og blóm fyrir hinn, brauð til þess að lifa á og blómið til þess að lífið sé þess virði að því sé lifað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nú ertu meðvitundarlaus......

Hef reynt að lifa eftir þessum mola og ég skal segja þér að hann svínvirkar!

Hugsa til þín. 

Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 09:00

2 Smámynd: Dísa Dóra

Vona að aðgerðin hafi gengið vel og framhaldið verði gott

Sniðugt hjá þér að vera ekkert að blogga þegar kæruleysistaflan er komin í kroppinn

Dísa Dóra, 19.1.2009 kl. 16:27

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vona að þér sé farið að líða betur......

....ég hef alltaf sagt að það að vakna upp eftir svæfingu sé eins og að vakna upp í helvíti!

Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband