18.1.2009 | 20:59
SHA
Jæja, þá ég er lögst inn á SHA. Kom fyrir ca klukkutíma... Ég verð að viðurkenna að ég er búin að vera með smá kvíðahnút í maganum, lystarlaus og smá óglatt, í dag og í gær. Mikið verður gott þegar þessu er lokið.
Fyrir þá sem ekki vita hversvegna ég er hér, þá er ég hér til að láta fjarlægja legið, og verður það gert í fyrramálið. Mér er sagt að mér verði skutlað inn á skurðstofu um kl. 8.30, þá verð ég búin að fá 3 panodil og 1 kæruleysistöflu... Svæfingarlæknirinn kom áðan, og ég skrifaði undir að ég væri upplýst um hvað ætti að fara fram, hann sagði að þegar ég kæmi á skurðstofuna þá væri undirskriftin mín ekki sérlega marktæk þar sem ég yrði *kærulaus*...
Ástæðan fyrir því að ég er að fara í legnám eru bakverkir. Spáið í það, ég hef vitað það síðan í febrúar 1995 að ég er með afturstætt leg, en vissi það fyrst fyrir um 9 mánuðum að afturstætt leg geti valdið slæmum bakverkjum (svo ekki sé minnst á hægðatregðu, en ég nenni ekki að vera með neitt kúkamál hér...).
Ég hef OFT farið til læknis vegna bakverkjanna, og ég hef oft verið sett á bólgueyðandi og verkjastillandi meðferð. Aldrei fyrr (en s.l. vor) hefur mér verið sagt að þetta geti verið út af því að legið þrýsti á taugar í bakinu...
Ég hef verið misslæm kringum þetta mánaðarlega, stundum slæm, stundum MJÖG slæm...áááá...vooooont!!!
Svo nú nenni ég ekki meir. Ég er búin að reikna út, miðað við 13 tíðahringi á ári, að ég þarf verkjalyf ca 8 daga x 13 tíðahringi sem gera 104 daga á ári, eða 14 vikur eða rúma 3 mánuði á ári sem ég er það slæm að ég þarf verkjalyf til að meika daginn og til að geta sofið!! Spáið í það.
Ég er HÆTT að nota legið, búin að eiga þau börn sem við ætlum að eiga (Einar lööööngu búinn í sinni herraklippingu...), svo það er bara þannig, nú skal legið VÆK!!! væk, væk, væk!!!
Jamm, er lífið bara ekki stórkostlegt?!! Spáið í það, eftir bara smá tíma er ég sem ný :) Eintóm hamingja, skal ég segja ykkur.
Jæja, nóg um legnámið.
Allt annað er í sóma og ég er hér í góðu yfirlæti, konan hans Halla vinar míns tók á móti mér með bros á vör og mér er sagt að á SHA sé gott að vera...hef heyrt sagt um SHA; "...þú meinar Hótel Akraes..." ...en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það en eftir þessa dvöl verð ég reynslunni ríkari...
Að lokum molinn;
"Samviska mannsins á að vera eini dómari hans og hann á ekki að óttast þær skuggamyndir sem kallaðar eru almenningsálit frekar en hann óttast að mæta draugi."
- Ernst von Feuchtersleben
...svo ætla ég að deila með ykkur kúadellunni sem ég fékk í dag...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel í fyrramáli
Rosalegur munur verður fyrir þig að vera laus við leg og verki! Þrjá mánuði á ári!! Ég er enn gapandi!
Aftur - gangi þér vel. Ég skal svo hugsa til þín þegar þú ferð að vakna af svæfingunni
Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2009 kl. 21:46
....og góðar dellur þarna á ferð ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2009 kl. 21:49
Gangi þér óskaplega vel, ég hugsa til þín á morgun
Úrsúla Manda , 18.1.2009 kl. 22:35
gangi þér rosalega vel elsku sigrún !
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 06:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.