Leita í fréttum mbl.is

Gamall indjánahöfðingi veitir barnabarni sínu af visku sinni um lífið:

"Það er hræðilegt stríð inni í mér. Þetta er sama stríð og það sem herjar inni í þér og hverju öðru mannsbarni. Þetta er stríð milli tveggja úlfa.

Fyrri úlfurinn talar við mig um hið illa – um reiði, sektarkennd, skömm, öfundsýki, eftirsjá, sjálfsvorkun, óheiðarleika, efa um sjálfan mig og egóið.

Hinn úlfurinn talar um hið góða – gleði, hugrekki, vingjarnleika, æðruleysi, gjafmildi, sannleika, samkenndi og trú."

Drengurinn stóð með sín stóru augu og hugleiddi þetta í svolitla stund og spurði svo afa sinn:"En hvor úlfurinn vinnur?"

Gamli höfðinginn svaraði strax:

"Sá sem ég fóðra."

(Úr "Trinny og Susannahs overlevelsesguide")


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá þetta einu sinni og finnst þetta tær snilld, ég er svo heppin að hafa alið þann góða og ég veit að þú hefur gert það líka mín kæra.  Helgarkveðja og hafðu það sem best.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 20:02

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sigrún! Þú ert svo....... mikill vizkubrunnur

Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband