Leita í fréttum mbl.is

...

2009

Við familíjan áttum yndislegt gamlárskvöld. Borðuðum sjúklega góðan grillaðan tudda - ég og Einar sko, strákarnir fengu heimatilbúna pizzu. Svo skelltum við okkur á brennuna, og það var alveg ljómandi. Hittum m.a. Halla vin minn :) 

Þegar heim var komið þurfti að sprengja smá. Ég verð að segja að ég sé ALLTAF eftir hverri krónu sem fer í raketturnar...og NEITA að eyða peningum í það næst!! Kannski eina tertu, ég get sæst á það. Svo myndi ég frekar vilja kaupa bara svona lítið *drasl* sem krakkarnir geta sprengt. Jón Ingvi er greinilega kominn á aldurinn, var að sprengja *froska*, *skriðdreka* og *flugvélar*, fyrst með vini sínum í gær og svo hér heima í gærkvöldi.

Jóhannes er hálfhræddur við þetta enn, en sprengir hins vegar *flöskusprengjur* og *hurðasprengjur* í gríð og erg!

Jamm. Svo var það skaupið, og ó mæ god, það var FYNDIÐ!!!

Allt í allt var þetta yndislegt kvöld. Við foreldrarnir vorum svo að sofna standandi kl rúmlega 1.30 og þá sættust drengirnir á að fara inn í rúm að líta í bækur...þeir ætluðu sér sko að vaka ALLA nóttina... Ég laumaði mér svo á klóið upp úr 2 og þá voru þeir steinsofnaðirSleeping

Svo var sofið fram að hádegi...bara næs Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svona eiga gamlárskvöld að vera! Ég segi það annars með þér að ég hef alltaf séð eftir hverri krónu sem fer í flugelda og hef orðið sáttari við gamlárskvöld eftir að ég hætti að eyða pening í þessar sprengjur.

Knús á þig krútt

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: JEG

Gleðilegt nýja árið.  Hér var ekki 1 krónu eitt í fragettur og ekki heldur 1000.  því við keyptum ekki neitt þar sem til voru stjörnuljós og fáeinar gettur síðan í fyrra og  það var látið næja enda um leið og 2 fóru á loft heyrðist hófadynur og ekki tekinn séns á að hrossin færu ekki til fjalla.  Knús og klemm úr sveitinni. 

JEG, 1.1.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband