Leita í fréttum mbl.is

Jólin

Jólin mín hafa verið alveg yndisleg. Aðfangadagur var ljúfur og góður. Við (ég og börnin - Einar var í vinnunni) fórum út í búð undir hádegið og að innkaupum loknum fórum við í jólakortaleiðangurinn okkar. Keyrðum út kortin og hittum yndislegt fólk á leið okkar um bæinn. M.a. var okkur boðið inn í kaffi og með´í hjá Stínu, stórvinkonu Jóhannesar :) Stína er algert yndi og það hafa kynnst henni gerir líf okkar sannarlega ríkulegra en ella.

Eftir að jólakortaútkeyrslunni lauk þá fórum við heim og elduðum grjónagraut. Jóhannes fékk möndluna, 2. árið í röð og var hann mjög lukkulegur með það. Möndlugjöfin var í þetta sinn slatti af sælgæti sem þau systkinin gæddu sér á yfir "Nisserne´s ø" sem var í fjölskyldugjöf frá Tinnu og fj. í Danmörku.

Ég setti kjötið í pott...hef aldrei fyrr komið nálægt jólamatnum...en Einar var að vinna til 15.30..hann sá svo alveg um að fullkomna matinn.

Aðfangadagskvöld var yndislegt, tengdamamma mín og tengdaamma komu og eyddu kvöldinu með okkur, sem var yndislegt. Þær eru sannar perlur.

Jóladagur var notalegur. Við hjónakornin sváfum á okkar grænu til kl. 10.30, þá drifum við okkur á fætur og svo var *brunch* um 11.30; hangikjet með uppstúf og tilheyrandi.

Ég fór svo á kvöldvakt, og áður en ég fór að vinna keyrði ég skvísuna okkar, Ólöfu Ósk, til ömmu sinnar. En þar gisti hún um nóttina og tengdó keyrði hana svo út á flugvöll eldsnemma morguns á 2. í jólum. Ólöf Ósk er nú í góðu yfirlæti hjá Cille vinkonu sinni og hennar fjöldkyldu í Græsted.

2. í jólum. Við fórum í jólaboð með stórfjölskyldunni minni. Föðurættinni minni sem sagt. Þar vorum við einu sprotarnir úr pabbalegg, þar sem pabbi er hjá Lilju sys. og aðrir úr hópnum uppteknir annarsstaðar.

Á eftir fórum við svo til tengdó í mat. Fengum dýrindis lambahrygg...slafr...!! Þar voru líka Valtýr mágur og fjölskylda.

Í dag erum við búin að vera í rykinu í óbyggðahluta hússins. Ég er búin að fara í gegnum dót og henda slatta...en það þarf að færa til þar sem nú er *gamla* þurrkherbergið ekki notað lengur; ég er jú búin að fá þvottahúsið MITT!!!
Einar er að gifsa veggi, leggja rafmagnsrör og svona. Svo duglegur!! Hetjan mín :)

Jæja, nú ætla ég að útbúa kvöldmat handa familíjunni. Strákarnir ætla að fá gordon bleu en við hjónakornin ætlum að gæða okkur á hamborgarhryggnum!!!

Knúzzzzzzz......

hohoho


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra

Dóra, 28.12.2008 kl. 07:58

2 Smámynd: JEG

Innlitskvitt og kveðja úr sveitinni mín kæra.  Eigðu ljúfa daga framundan.  Þakka bloggvináttuna á árinu sem er að líða. 

JEG, 28.12.2008 kl. 17:53

3 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 28.12.2008 kl. 17:54

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband