Leita í fréttum mbl.is

Græsted

Ég hugsa oft til Græsted, þar sem við bjuggum 6 af 9 árum í Danmörku. Þar áttum við okkar bestu ár í Danmörku, og þar kynntumst við mörgu góðu fólki. Ég tel mig mjög lánsamna að hafa fengið að eignast eins marga yndislega vini og raun ber vitni. Það er mér mjög mikils virði.

best_friends_comment_04

Á aðfangadag í ár keyrðum við um bæinn, hérna á Akranesi, og dreyfðum jólakortum. Á einum stað var okkur boðið inn og við stoppuðum örugglega klukkutíma yfir kaffibolla (bollum...) og yndislegu spjalli, í eldhúsinu hjá Stínu, þeirri yndislegu konu. 

Stína er ein af perlunum hans Jóhannesar á leikskólanum, önnur af tveimur perlum sem tekur á móti honum þá morgna sem hann þarf að fara kl 7 í leikskólann. Stína og Gunnhildur opna alla daga, og hjá þeim er einstök stemming, kyrrð og ró og fullt af kærleika og hjýju. Jóhannes eeeeelskar að fara til þeirra og vildi gjarnan mæta alla daga kl 7 ef hann fengi að ráða! 

Jæja, tilbaka til jólakortahefðarinnar!

Þegar við bjuggum í Græsted þá vorum við mæðgur vanar að rölta um bæinn á Þorláksmessudag og afhenda jólakortin. Okkur var einmitt boðið í bæinn á held ég bara öllum stöðum sem við komum, svo framarlega sem einhver var heima að sjálfsögðu. Þetta var stórkostlega skemmtilegt og ómetanlegt og yndislegt upphaf að jólahátíðinni. Því hvað er betra en glaðar stundir í góðra vina hópi????

Þegar allt kemur til alls þá er það einmitt kærleikurinn sem er mikilvægastur, það að eiga fjölskyldu og góða vini til að njóta samvista með. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjölskylda - vinir og samverustund er það besta :)  Vonum þið séuð búin að eiga yndislega daga *knúsíkot*

Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 26.12.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband