10.12.2008 | 12:34
"Siden sidst"
Best að koma með smá rapport um hvað hefur á daga mína drifið frá síðasta bloggi!
Við - ég og ungarnir - fórum í borgina og náðum að kaupa jóladressin á strákana og skó á skvísuna. En sama hvað við skoðuðum þá fann hún ekki það sem hana langaði í sem jólaföt. Mátaði einn kjól sem henni fannst svo ekki flottur þegar hún var komin í hann. Reyndar held ég að Ólöf Ósk hefði alveg gatað dólað sér í Smáralindinni ALLAN daginn í slow-motion...en það er ekki fyrir mig að dunda mér í verslunarferð og hvað þá fyrir strákana. Svo ég vona að hún geti fundið eitthvað á sig í okkar heimabyggð! Ætli það verði ekki næsta mál á dagskrá.
En þetta var fín ferð, og stákarnir stóðu sig vel, en þeir voru orðnir þreyttir í lokin. Magnað hvað svona stórcenter er mikill orkuþjófur. Ég þakkaði mínum sæla fyrir að minn heittelskaði var ekki með, því hann er alltaf fyrstur að tapa gleðinni í búðastússi Svo það var miklu meira gagn í honum hér heima þar sem hann setti saman 2 skápa og límdi einn karm í!
Í gær fórum við hjónin svo í tiltekt í óbyggðahlutanum, sem fljótlega verður ekki allur óbyggður lengur! Við fórum eina ferð á haugana og svo var kerran fyllt aftur...og það á eftir að fara aðra haugaferð! Við hentum, endurröðuðum, fluttum til og það voru ýmsar tilfæringar í gangi! Svo endaði Einar á að lakka eina umferð "ganginn" og lakkaði svo aðra umferð þegar hann kom heim af næturvakt í morgun!
Nú vantar tvær hurðir í, í herbergið sem Jón Ingvi fer í og svo í gatið inn í óbyggðina (þaðan sem við sofum núna). Ætli Einar setji ekki annan karminn í, í dag. Svo ætlar píparinn að koma, í síðasta lagi á föstudaginn, og græja fyrir þvottavélina og handklæðaofninn! Jamm, allt að gerast!
Núna eftir smá er ég svo að fara á leikskólann að sjá Jóhannes leika í helgileik, hann leikur einn vitringinn
Þangað til næst, yljið ykkur við þennan mola:
"Það er unnt að taka allt frá manninum nema eitt, endanlegt frelsi hans til að velja hvernig hann bregst við því sem að höndum ber, til að fara eigin leiðir."
- Viktor Frankl
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178743
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér líkar vel þessi setning sem þú kemur með í færslunni. Gott að allt er að verða klárt fyrir blessuð börnin, þetta er þeirra árstíð. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 14:43
Skil Einar svo vel að vera fyrstur til að tapa gleðinni í stórmörkuðum. Þeir eru skelfilegar orkusugur.
Knús á Skagann
Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 19:29
Vonandi finnur heimasætan eitthvað fallegt á sig svo hún fari nú ekki í jólaköttinn. Vonandi skemmti vitringurinn sér vel á sýningunni og ég efast ekki um að hann hafi staðið sig eins og hetja.
Kærleiksknús á þig vinkona góð.
Tína, 11.12.2008 kl. 23:35
Já það tekur á að fara í stórborgina og það til að gera jólainnkaupin úfffff tell mí abátit.....hehehe bara tekur vel á sko.
Knús og klemm og gaman að heyra að húsið gengur vel. Vona að vitringurinn hafi gert lukku.
JEG, 13.12.2008 kl. 00:48
Halló elskuleg .. ég les alltaf með aðdáun og samgleðstinnilega yfir hverjum áfanga sem næst í húsinu ykkar! Þvílík harka og eljusemi .. og þið öll svo samstíga að klára hvert tímabil og flytja smátt inn í allt húsið. Algjört þrekvirki. Hlakka MIKIÐ til að geta skoðað e-rn tíman ölll herlegheitin og sérstaklega drauma þvottahúsið þiktt mín kæra ... skil þig svoooo vel :)
Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.