12.10.2008 | 18:18
Ég elska þessa sögu
Sagan er um mann sem var að ganga í gegnum mikla erfiðleika.
Svo mikla, að hann hélt hann kæmist aldrei uppúr þeim.
Mörgum árum síðar, sat hann hjá Jesús og þeir fóru saman yfir líf hans. Fótsporin í sandinum voru alltaf tvö, þ.e. hans fótspor og einnig fótspor Jesús sem fylgdi honum hvert sem var.
Þegar þeir skoðuðu erfiðustu lífsreynslu mannsins, sá hann sér til skelfingar að á þeim tíma sem mest á reyndi, hvarf Jesús og eingöngu hans eigin spor voru í sandinum. Jesús sem alltaf hafði gengið með honum, hafði yfirgefið hann á þessum erfiðasta tíma. Hann spurði hvers vegna Jesús hefði yfirgefið hann þear hann hafði þurft mest á honum að halda.
Jesús tók manninn í fang sér og sagði "ég gekk alltaf við hlið þér, en þegar ég fann að þú gast ekki meira, vegna þrenginganna, þá tók ég þig í fang mitt og bar þig í gegnum erfiðleikana.
Fótsporin sem þú sérð ein í sandinum, eru mín fótspor".
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 178859
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikil ósköp og skelfing væri það nú notalegt ef þetta gæti verið svona. Það sanna í málinu er að Jesús er þjóðsaga. Guð er kærleikur sama hvaða nafni við nefnum hann en öll trúarbrögð eru manngerð og þar af leiðandi ótraust og ósönn.
Soffía Valdimarsdóttir, 12.10.2008 kl. 19:54
"Það sanna í málinu er að Jesús er þjóðsaga", segir Soffía. Vilt þú leggja fram haldbær rök fyrir þessari staðhæfingu? Ég mundi gjarnan vilja heyra þau.
"Guð er kærleikur sama hvaða nafni við nefnum hann", segir Soffía líka. Þetta er mjög röng staðhæfing. Samkvæmt kristinni trú hefur Guð sannarlega marga aðra eiginleika en kærleika. Og þegar litið er til trúarbragða heimsins er ljóst að guðsskilningur þeirra er svo ólíkur að þessi staðhæfing getur einfaldlega ekki verið sönn.
"En öll trúarbrögð eru manngerð" segir Soffía líka. Á hverju er sú staðhæfing byggð? Og ef allt manngert er ótraust og falskt hvað stendur þá eftir? Eru þá ekki allar skoðanir rangar hvaða nafni sem þær nefnast? Er þessi skoðun þín Soffía ekki "manngerð" í sama skilningi og þar af leiðandi ótraust og ósönn?
Gunnar Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:33
Svo gott að lesa þetta af og til.
Eigðu ljúfa viku framundan mín kæra.
JEG, 12.10.2008 kl. 22:46
Já er sammála, þetta er yndisleg lesning.
Úrsúla Manda , 12.10.2008 kl. 23:38
Ofsalega er gott og hollt að lesa þetta akkúrat núna. Knús
Valdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 07:33
Ég er sammála því að þessi sígilda saga er alltaf jafn fersk og góð. Og á erfiðum stundum er gott að hugsa til hennar.
Knús inn í daginn þinn yndislegust og takk fyrir þessa áminningu.
Tína, 13.10.2008 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.