Leita í fréttum mbl.is

Ég hvet ykkur!

Ég hvet ykkur til að "kjósa" forseta Bandaríkjanna og sjá niðurstöðurnar! Það liggur nú við að heimurinn ætti að fá að kjósa...að minnsta kosti hefur það áhrif á allan heiminn hver situr við völd in ðö US of A!!

--

Hvað haldiði?!!! Ég pakkaði inn 6 jólagjöfum áðan! Það er ekki eftir sem búið er, skal ég nefninlega segja ykkur! Mér finnst ekkert brjálæðislega gaman að pakka inn gjöfum, mín listræna hlið fær ekki útrás þar! Svo ég er ekki ein af þeim sem legg líf og sál í að gera fallega pakka...enda fá þeir bara að njóta sín í sekundubrot svo eru þeir RIFNIR upp!!

Ég fann ekki merkispjöldin sem ég veit ég á, svo krakkarnir bjuggu til. Sem er auðvitað miklu skemmtilegra!! Svo þetta urðu bara snotrustu pakkar eftir allt, og ekki mér að þakka!

Veðrið er líka til þess að sitja inni og dúlla sér, svo ég bjó til nokkrar nælur á meðan krakkarnir sátu við borðið og skröppuðu smá. Bara ljúft.

Jamm. Lífið er ljúft, vindurinn gnauðar fyrir utan og þá er gott að vera inni í hlýjunni. Það verður líka ljúft þegar daginn styttir enn meir, því þá fá kertaljósin að njóta sín.

Ég var einmitt að ræða þetta við einhvern um daginn.  Ég ELSKA sumrin á Íslandi, þegar það er bjart alla nóttina, mér finnst það ÆÐI. Alveg eins mikið ELSKA ég svartasta skammdegið þegar það varla birtir yfir daginn, þá finnst mér svo kósí að vera með kertaljós og hafa það notó. Jamm, hver árstíð hefur sinn sjarma. En vorin eru best í Danmörku! Að mínu mati, ég ELSKA að keyra gegnum skóginn þegar hann er ljósgrænn og nýútsprunginn. Jamm. Held ég fari að prjóna núna!

Knúúús...Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 5.10.2008 kl. 14:55

2 identicon

Pakka inn? Þú ert forsjál þykir mér!

Harpa J (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 16:04

3 identicon

Já  heyrðu, ég kaus. Þetta er enginn smá munur!

Harpa J (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 16:05

4 Smámynd: JEG

 Jólagjafir núna ......  bíddu bíddu missti ég af einhverju núna ....??????

Innlitskvitt úr sveitinni mín kæra.

JEG, 5.10.2008 kl. 16:22

5 Smámynd: Renata

jólagjafir innpakkaðar? núna? svolitið snemma fyrir mig

Skulum tala um það eftir mánuð eða 2. 

kveðjur úr Reykjavík

Renata, 5.10.2008 kl. 20:02

6 identicon

við skildum eftir 2 jólagjafir á íslandi í sumar :) hefði viljað klára þær en.. bara næst..

jóna björg (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 21:47

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Jóna, ánægð með þig!

Þið hinar...kommon...

SigrúnSveitó, 5.10.2008 kl. 22:17

8 Smámynd: SigrúnSveitó

En bara svo þið vitið...þó ég sé búin að pakka og svona...þá getur alveg verið að ég verði að senda með hraðpósti því ég kem mér ekki með þetta í póst nógu snemma......stefni samt á að vera snemma á ferðinni þar líka...

SigrúnSveitó, 5.10.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband