Leita í fréttum mbl.is

Í gær

Við hjónakornin fórum út að borða á Kringlukránni (leikhúsdinner) og svo að sjá Fló á skinni í borgarleikhúsinu á eftir, ásamt 35 öðrum (eða svo) úr vinnunni hans Einars. Næstum allt í boði vinnunnar hans, starfsmannasjóðs og svona. Ekki slakt. Maturinn var mjög góður og Fló á skinni bara nokkuð skondin. Verð samt að viðurkenna að mér fannst þetta ekki eins brjálæðislega fyndið og mínum heittelskaða og eldri dóttir okkar, sem kom með í leikhúsið. En ég hló samt, sérstaklega þóttu mér pólverjinn og tælendingurinn fyndin. En nóg um það...best að kjafta ekki neinu í þá sem eiga eftir að sjá...

Fló á skinni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það sem mér helst lá á hjarta var að segja ykkur frá nýjasta orðinu í orðaforða unga fólksins...og kannski aðrir taki sér það til munns líka... En það er sem sagt sagnorðið að "haarda" sem þýðir að gera ekki neitt...dregið af "Geir Haarde"...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

haarda..... gott orð!

Hrönn Sigurðardóttir, 5.10.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband