Leita í fréttum mbl.is

Krútt dagsins!

Ég byrjaði í nýju vinnunni minni í dag og er aldeilis alsæl með það. Fannst ég nú bara vera komin HEIM! Það gekk ótrúlega vel að vakna kl. 6.10...þetta er bara að verða eins og þegar við bjuggum í Danmörku...alltaf á fætur fyrir sólarupprás...sérstaklega mánuðina sem ég var bíllaus og þurfti að taka lestina í skólann...

En það var ekki það sem ég ætlaði að segja!!!

Sem hluti af nýrri stefnu þá varð mér smá fótaskortur á tungunni í gær...sagði við Einar; "úff, ég þarf að vakna kl. 6 í fyrramálið...ógeðslega snemma..." Áttaði mig svo á vitleysunni og leiðrétti mig; "Ég meina...ég þarf ekki að vakna fyrr en kl. 6 og þá ef nú langt liðið á morguninn!!!" Jamm, það var bara ótrúlega auðvelt og ég stökk bara á fætur strax! (Fór reyndar snemma að sofa, en það er partur af prógrammet!!)

Svo ég komi nú að fyrirsögninni. Jón Ingvi hringdi í mig í dag (Einar var sofandi eftir næturvakt) og spurði hvort hann mætti fara til vinar síns fyrir fótboltaæfingu. Sem var að sjálfsögðu auðsótt mál. Svo kvaddi hann en sagði allt í einu; "Mamma?! Er gaman?"

Jamm, krúttið mitt litla, hann er svo hugulsamur, þessi elska. Hann hefur auðvitað heyrt mig tala um það undanfarið hvað ég hlakki til að byrja í nýju vinnunni...!

Hér er ein af okkur saman síðan á 8 ára afmælinu hans 1. ágúst s.l. 

Ég og Jón Ingvi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æjjj þið eruð svo sæt saman á þessari! :)   Gott að heyra að það byrjar vel í nýja djobbinu

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með nýja starfið! Gott að það er jafngaman og þú bjóst við - þótt ég efist ekki um að þín sé sárt saknað af gamla staðnum. Krúttið mitt

Hrönn Sigurðardóttir, 1.10.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Æ sæti strákur;)

Ég hef svo oft reynt að kommenta hér við bloggin þín undanfarið en ekkert hefur virkað fyrr en allt í einu ákvað tölvan að að losa sig við þessa pest bara sjálf!

 Mér finnst alltaf jafn gaman að lesa bloggin þín. Ég held að það sé bara einfaldlega út að því hvað þú færð mig til að vera jákvæða  Það er bara eitthvað við það hvernig þú kemur hlutunum frá þér sem að er svo sérstakt.

Haltu áfram að vera þú sjálf.

knús og klemm, kveðja Þóra 

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 2.10.2008 kl. 08:04

4 identicon

sæti! frábært að þú ert svona ánægð. Jebb hér er farið á fætur kl sex, ekkert mál ég er alveg eins þreytt hvort sem ég vakna sex eða átta, splittar ekki diffi og er ég svei mér ef ekki bara hressari að vakna fyrr, öllu hægt að venjast eins og þú veist.

knússs

jóna björg (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 20:42

5 Smámynd: JEG

Já þeir leyna á sér þessir peyjar.  En til lukku með nýja jobbið.

Kveðja úr sveitinni þar sem lífið fer að róast.

JEG, 2.10.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband