26.9.2008 | 10:48
Mig langar að segja svo margt...
...en veit samt ekki hvað ég á að segja.
Ég sit hér í eldhús-stofunni (køkken-alrum) sem einhverntímann verður bílskúrinn okkar. Það er svo notalegt hérna. Mikið held ég að við eigum eftir að hugsa til baka og segja; "...manstu, þegar við bjuggum í bílskúrnum..." Það fer svo vel um okkur hér.
Ég fékk vinkonu úr vinnunni í kaffi áðan, það var bara æði.
Þetta elska ég svo mikið við Ísland, það er svo auðvelt - finnst mér - að eignast það góða kunningja og vini á vinnustað, að það verður samgangur og vinátta utan vinnunnar. Þess saknaði ég mikið í Danmörku.
--
Annars er lífið alltaf að gefa mér gjafir. Ég hef t.d. fengið að eignast náinn fjölskyldumeðlim upp á nýtt. Þessi yndislega persóna var mikið lasin lengi vel, en undanfarnar vikur hafa verið að gerast kraftaverk í hennar lífi og þau færa um leið kraftaverk inn í mitt líf. Ég er full af þakklæti. Þorði aldrei að vona að þetta myndi gerast, þó ég vissi í hjartanu mínu að allt er mögulegt.
Hvernig get ég annað en brosað og verið glöð og hamingjusöm? Ég hef upplifað hluti í lífinu sem gerðu að ég lifði í svartnætti, og sem varð til þess að ég fór að leita mér að einhverju sem gæti fært mér innri frið og birtu. Fyrir bráðum 10 árum fann ég það sem hefur hjálpað mér og ég hef öðlast eitthvað sem ég aldrei hefði trúað að yrði veruleiki í mínu lífi.
Að ég geti lifað í sátt og samlyndi við sjálfa mig er kraftaverk.
Fyrir rúmum 14 árum var ég svo lánsöm að finna Stígamót, og þar varð upphafið að ferðalaginu mínu í átt að gleði og hamingju.
Ég hef áður birt ljóð á blogginu mínu, því ég elska þetta ljóð, og það segir svo margt - fyrir mig. Svo mig langar að birta það aftur. Þetta ljóð var lesið upp af Talkór Stígamóta á 5 ára afmæli Stígamóta 1995.
Nú er sól í sálinni minni,
eftir langan skuggadag,
og vonin hún vaknar,
að dag einn ég finni,
fegurð í sjálfri mér.
Höf. Rósa Ólöf.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og ég fyllist trú á lífinu við að lesa þig
Hrönn Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 10:53
Þegar ég þurfti á Stígamótum að halda var ég svo lánsöm að búa á höfuðborgasvæðinu, það eru nú ca.15.ár síðan, nú bjóða þessar góðu konur uppá viðtöl á landsbyggðini, það gleður mitt hjarta því ekki b´æua öll fórnarlömb ofbeldis í borg óttans.
Anna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 16:25
Hjördís Huld (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 17:07
María Katrín Jónsdóttir Ármann, 26.9.2008 kl. 17:55
Sæl elsku stelpan mín. Nú er ég komin á kreik. Hef hugsað mikið til þín. Vona að ykkur líði öllum sem allra best. Hlakka til að fylgjast með næstu vikur og knús og kram á ykkur öll. Góða helgi.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 18:04
Fallegt, Sigrún mín. Það sem ég fíla svo vel við þig er hversu vel þú kannt að meta það sem þú hefur og þakka fyrir það. Mí lækí lækí.
Hugarfluga, 26.9.2008 kl. 23:26
Halló mín kæra ! Alltaf jafn gaman og yndislegt að koma hér . Veistu þú ert svo frábær !! En langar samt að segja þér að hlusta á þetta. (ef mér tekst ekki að setja þetta hér inn þá kíktu á hvítasunnukirkjan á selfossi og það ætti að koma !) lov Silja = konan hvíta
Samkoma dagsins
silja (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.