Leita í fréttum mbl.is

Mánudagsmorgunn

Í morgun fannst mér ekki erfitt að vakna...en ég var samt ekki að nenna fram. Fór samt. Einar var búinn að vekja börnin, en Jón Ingvi átti erfitt með að vakna. Enda fóru þau öll seint að sofa í gær. Við hjónin vorum í paragrúppu og strákarnir voru hjá pabba á meðan. Skvísan var á Skaganum, hjá vinkonu sinni.

En mér tókst sem sagt að hafa mig fram úr, en er að hugsa um að skríða upp í aftur þegar þau eru farin....Sleeping...amk til að kúra smá...InLove

Ólöf Ósk er ekki laus við óttann við heimsendi enn.  Hún þorir enn ekki að vera ein heima og hún átti erfitt með að sofna í gærkvöldi. Þetta er hið erfiðast mál. Eftir því sem ég heyri þá er hún ekki eina barnið sem hefur verið hrædd. Sum misstu úr 2 daga í skóla...hún missti 1... Þetta er hið versta mál, en eina sem við getum gert er að taka þetta alvarlega og knúsa hana ekstra mikið...gera okkar besta til að sannfæra hana um að það sé enginn heimsendir í nánd. Litla snúllan okkar.

Jæja, ætla að kúra mig smá...sí jú...Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

´Mér fannst nú þriðjudagurinn (í dag semsagt) mun erfiðari.  Úff ég var svo þreytt eitthvað en  það er nú ekki í boði að kúra eða lygja lengur því miður.

Knús úr sveitinni.

JEG, 16.9.2008 kl. 11:29

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ójá þessar heimsendaumræður gera anga krakka alveg skíthrædd, því miður. Knúsa skottuna bara vel og rækilega og sýna henni að þið lifið lífinu á eðlilegan hátt, alls óhrædd við spána þá kemst hún yfir þetta.

Guðrún Jóhannesdóttir, 16.9.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband