13.9.2008 | 10:36
Laugardagsblogg
Úff, jæja, nú er kvöldvaktatörninni lokið! Ég var að vinna 3 sl. kvöld og það er alveg einni kvöldvakt of mikið... EN, ég á bara 3 kvöldvaktir eftir á Höfða!! Hef ekki talið morgunvaktirnar.
En mikið á ég eftir að sakna vinnufélaganna Ég á nú samt eftir að hitta þessar yndislegu konur í okkar mánaðarlega saumaklúbbskaffikvöldi, því ég ætla að halda áfram að mæta þar!! Og svo eru einhverjar sem sitja uppi með mig...Gréta t.d., hún losnar ekki við mig aftur!!
Annars er ég grasekkja til morguns, minn heittelskaði farinn á fund til Vestmannaeyja. Tómlegt finnst mér. En ætli við mægður höfum bara ekki kósí "Friends-kvöld" í kvöld...nema hún hafi önnur plön...
Var ég búin að segja ykkur að Einar er í vetrarfríi þessar vikurnar og er að vinna í húsinu að utanverðunni?!!! Hann ætlar að klára að smyrja utan á húsið (seinni umferðin eftir) og klára þakkantinn og setja þakrennur...það verður lúxus að geta farið út í rigningu án þess að lenda í sturtu meðan ég læsi
Svo þegar þetta er allt komið þá þurfum við nú líka að smella okkur á þakið og negla 10 þúsund nagla eða svo...
Síðan er stefnt á 3 herbergi...jafnvel fyrir jól! Ooooohhh, það verður nú nice. Ólöf Ósk er orðin þreytt á að vera í geymslunni...enda fær hún næstum 2x meira pláss þegar hún fær herbergið sitt.
--
Í gær heyrði ég í kærum vini okkar, honum Jónasi. Jónas og fjölskylda eru hluti af vinahópnum sem við kynntumst í Danmörku, vinir sem er okkur afar kærir. Þau eru nú flutt heim og hlökkum við mikið til að hitta þau og eiga með þeim góðar stundir.
--
En núna ætla ég að njóta dagsins með börnunum mínum, finnst ég varla hafa séð þau undanfarið og það er ekkert ímyndun því ég hef verið heima á daginn þegar þau hafa verið í skóla og leikskóla og svo hafa þau komið heim og ég farið í vinnuna...
Njótið lífsins, elskurnar mínar.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ji hvað ég skil þig vel með að finnast þú ekki sjá börnin... er búin að vinna síðustu 4 helgar og er við það að missa vitið. Var að vona að ég fengi smá pásu núna en nei, það er komin frumbyrja í fæðingu svo ég verð þarna meira og minna þessa helgina líka mæða mæða.. bjarti punkturinn er samt að það er frí um næstu helgi og vikuna þar á eftir Hlakka til að geta verið heima og dekstrað fólkið mitt þá... þessi vinna mín er ekki mjög sambúðarvæn það er eitt sem víst er. En alla vegna kkv. til ykkar og njótið kósýkvöldsins.
p.s. er nokkuð að skírast með fermingardaginn í vor (nú eru allir á skipulagsskónum í vinnunni ólíkt því sem vaninn er)
Salný (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 10:54
Sæl mín kæra, ég hitti prestinn um síðustu helgi og hann sagði að þetta myndi skýrast mjög fljótlega...þau eru ekki farin að ganga til hans ennþá en þetta ætti að koma í ljós á næstu 2 vikum...lofa að láta vita STRAX og ég veit meir!
Knús...
SigrúnSveitó, 13.9.2008 kl. 11:03
Hihhihihihihi...... ég gat ekki annað en farið að hlæja þegar ég las "Jónas og fjölskylda" því það gat átt við mig sko heheheeh.....
En ó hvað ég skil þig og kvöldvaktirnar. Mér fannst alltaf betra að vera á morgnanna þó kaupið væri lægra þá því undirbúningur er skemmtilegri en frágangur fyrir utan tímann sko og stússið sem maður þarf að stunda heima.
Knús og klemm úr sveitinni.
JEG, 13.9.2008 kl. 12:53
Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 14:14
Takk sömuleiðis, frænka :) Já, bókin sló í gegn! Takk :)
SigrúnSveitó, 13.9.2008 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.