9.9.2008 | 21:55
Einu sinni var...
...en það er ekki þannig lengur!
Ég var í smá hitting í kvöld með góðum hópi fólks og ég fann svo innilega fyrir þakklæti. Ég kynntist þessum ákveðna hópi fyrir bráðum 10 árum síðan og frá þeim tíma hefur svoooooo margt breyst.
Fyrir 10 árum trúði ég statt og stöðugt að lífið væri EKKI dans á rósum. Vitiði hvað ég hef m.a. lært???
Nefninlega það að lífið ER dans á rósum, það erum bara við sem kunnum ekki alltaf að dansa á þeim!
Ég hef verið svo lánsöm að fá að læra að dansa á rósunum. Ég get verið hamingjusöm þó lífið gerist í kringum mig. Ég slepp ekkert við sorg eða áföll, frekar en aðrir. Hins vegar hef ég fundið leið til að lifa lífinu með ljós í hjartanu og ég get verið hamingjusöm þrátt fyrir allt.
Einu sinni var ég lítil í hjartanu, hrædd, óhamingjusöm, heimsk, ljót stelpuskömm. Þannig var sjálfsmyndin mín. Í dag er ég glöð í hjartanu, ég er óhrædd, hamingjusöm, nokkuð bright bara og bara laglegasta kona! Og þvílíkur léttir sem það er og hvað lífið er fallegt.
--
Eruð þið búin að heyra um þennan væntanlega heimsendi??? Það var greinilega ekki rætt um margt annað í skólum Akraness í dag...amk voru börnin mín óttaslegin í kvöld. Eldri drengurinn okkar var reyndar meira en óttasleginn, hann hágrét af hræðslu. Elsku karlinn minn. Ég gat hughreyst hann, svo hann jafnaði sig og gat borðað kvöldmat. Litli kúturinn minn.
Ég man eftir að mamma hefur sagt mér frá því að það átti að vera heimsendir þegar hún var unglingur, og unglingarnir sátu og biðu, skjálfandi hræddir. Ég sagði stráksanum mínum frá þessu, og við ræddum þetta. Sagði honum að enginn vissi hvað ætti eftir að gerast, en eitt væri víst, við myndum öll lifa áfram hjá Guði. Hann er mjög trúaður og finnur styrk í trúnni sinni, sem er yndislegt. Svo þetta er allt hið besta mál. Er á meðan er!
--
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
kæra sigrún, yndisleg færsla svo einlæg og ljúf.
Kærleikur og ljós til þín og þinna.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 04:25
"Í dag er ég glöð í hjartanu, ég er óhrædd, hamingjusöm, nokkuð bright bara og bara laglegasta kona!" Sammála þér!
Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 10:14
Þú ert sannur vitnisburður um að það er hægt að breytast.
Æðislegt guðsbarn
þinn vinur ingvar ari
Ingvar Ari Arason, 10.9.2008 kl. 22:15
Kærleiksknús úr sveitinni til þín mín kæra.
JEG, 11.9.2008 kl. 22:34
Ég heillaðist reyndar af þessum málshætti eins og svíarnir hafa hann og finnst hann einmitt svo réttur og sannur þannig. Þeir segja: Lífið er dans á rósum. Stundum á blöðunum og stundum á þyrnunum.
Dísa Dóra, 12.9.2008 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.