Leita í fréttum mbl.is

Ég er komin heim...

...í heiðardalinn :)

Við hjónakornin vorum í okkar "árlegu" helgarferð í höfuðborginni. Það var árshátíð hjá Norðuráli í gærkvöldi og við vorum á hóteli tvær nætur. Mjög ljúft að eiga svona tíma saman tvö ein.

Krakkarnir fóru líka í helgarferð, þau fóru í sumarbústað með ömmu sinni og eru alsæl með helgina.

Mjög vel heppnuð helgi og allir sælir með sitt. 

Við skemmtum okkur konunglega á árshátíðinni, sem var haldin á Brodway. Spútnik spilaði á ballinu og er alveg frábær ballhljómsveit. Við dönsuðum amk meira en áður hefur gerst...vorum örugglega 1½ tíma á dansgólfinu í allt.  

Maturinn var frábær og nóg af honum, og ég fékk alveg snilldarlegan desert. Einar spurði hvort það væri hægt að fá sykurlausan desert og ég fékk disk HLAÐINN af ferskum, niðurskornum ávöxtum. Bara geggjað.

Jamm, þetta var helgin okkar. Alger sælaInLoveHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra þið áttuð góða stund í helgarferðinni :)  Og takk kærlega fyrir óvænta innlitið  .. þið eruð svo yndisleg bæði tvö og gaman að vera í návist ykkar :o)

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: JEG

*öfund*  Frábært !  Væri sko til í svona ójá takk.  Smá hvíld frá öllu bara.  Algera slökun og kósýheit. 

En alltaf nóg um að vera í sveitinni og lítið um frí svo ég segji bara eigðu ljúfa viku framundan mín kæra.

Knús og klemm.

JEG, 7.9.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband