Leita í fréttum mbl.is

Endurtekningar

Mér finnst ég alltaf vera að endurtaka mig og segja; "Ég er svo þreytt".  En svona er það bara.  Ég er þreytt, þreytt, þreytt.  Það eru ekki nógu margir klukkutímar í sólarhringnum þessa dagana.  Vantar amk 5 tíma í sólarhringinn svo ég geti bæði verið með börnum og manni, lesið og sofið nóg.  Vonandi vakna ég upp einn daginn og er óþreytt og hef nægan tíma...

Ekkert nýtt.  Náði að tala um það sem gerðist í vinnunni í gær.  Það var gott að setja orð á það, og fá að vita að mín viðbrögð voru eðlileg.  Að það sé eðlilegt að það komi viðbrögð þegar maður upplifi eitthvað svona, sérstaklega í fyrsta sinn.  Svo það var ljómandi alveg.  

Annars erum við farin að hlakka til jólafrísins.  Heil vika sem við erum barasta heima öll!!!  Eða þar um kring.  Ég náttúrlega verð að lesa eitthvað um jólin...en það er líka allt í lagi.  Það er orðið svo fínt í skúrnun Wink kannski ég taki með mér kerti og geri svolítið jólahuggó þarna úti.  

Jæja, best að kíkja í skræðurnar... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef brutt spírúlínu og óreganóolíu síðan ég fór í kinnholuaðgerðina og er alveg hreint óvenjuspræk. Mæli með þessu

Geimfrúin (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 07:26

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Hvað er spírúlína??  Og hvar fæ ég undraefnin tvö??

SigrúnSveitó, 30.11.2006 kl. 08:23

3 identicon

Í heilsubúðum. Mitt er frá merki sem heitir Now. Spírúlína er alhliða vítamín plús þara eitthvað eða ekka sollis  en ég er samt ekkert að stífa borðtuskur á nóttunni!!

Geimfrúin (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 10:17

4 Smámynd: SigrúnSveitó

hehe, nei, það er gott að heyra því ég hef lítinn áhuga á borðtuskum Ég verð að kíkja á þetta, er þreytt á að vera svona þreytt.  Hins vegar hefur svona þreyta alltaf fylgt verknámstímum, svo ég átti alveg von á þessu.  EN það væri betra að vera aðeins minna þreytt samt sem áður...

SigrúnSveitó, 30.11.2006 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband