Leita í fréttum mbl.is

...snemma á sunnudagsmorgni...

Elsku maðurinn minn tók daginn SNEMMA.  Fór á fætur kl 5.00 og var mættur í vinnu kl 6.00 tveimur tímum fyrr en venjulega, en á laugardagskvöldum og aðfaranótt sunnudags er stopp í vinnunni og einhver mætir þess vegna snemma á sunnudagsmorgni til að kveikja á græjunum.  Hann tók það að sér í dag.  Hetja.  Já, hann er hetja í mínum huga.  

Ég vaknaði líka snemma...eða kl 7.30 þegar drengirnir mínir komu og báðu mig að kveikja á barnatímanaum.  Sem ég og gerði og lagðist svo aftur upp í rúm og dormaði til rúmlega 8.  Þá ákvað ég að dröslast á fætur enda lúin í skrokknum eftir að hafa legið í bælinu frá því rúmlega 22  í gærkvöldi.

Customize your blog

Við fengum góða gesti í heimsókn í gær.  Jónas og Ingvar mættu í lambahrygg.  Það var yndislegt að hitta þá.  Góðir vinir úr Danmörkinni.  Við sátum og spjölluðum um heimsins gögn og nauðsynjar, sameiginleg áhugamál og sameiginleg "vandamál" (if you know what I mean...).  Alger snilld.  

Jónas tók lagið og að ósk barnanna tók hann að sjálfsögðu "Rangur maður" og spilaði undir á gítarinn hans Jóns Ingva.  Mikil gleði.  Strákar mínir, ef þið lesið þetta; Ástarþakkir fyrir komuna og ég hlakka til að sjá ykkur sem fyrst aftur.

Ég má ekki gleyma að segja ykkur að Ingvar hélt að ég væri 31!!!  Þó ég fái yfirleitt alltaf að heyra þetta, að fólk haldi að ég sé yngri en ég er, þá er alltaf jafn gaman að þessu samt.  Ekki af því að mér finnist eitthvað að því að vera 36, alls ekki.  Ég er mjög ánægð með það.  En ég er samt ánægð með að eldast svona vel, ef þið skiljið mig Joyful

 

Við fengum fleiri gesti, því elsku besta tengdamútta kom ásamt ömmu Siggu (sem er semsagt tengdaamman mín) og þær komu færandi hendi.  Voru uppi í sveit að baka flatkökur.  Svo það er sko veisla hér í dag.  Nammi namm. 

 

Svo held ég að ég skelli mér í skúrinn á eftir... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband