Leita í fréttum mbl.is

Því að brátt koma blessuð jólin...

Það er ekki laust við jólastemmingu hér og þar.  Hér í bæ eru jólaseríur komnar í glugga hjá fólki fyrir 2-3 vikum síðan.  Jólin koma greinilega fyrr á Íslandi en í Danmörku.  

Ólöf Ósk tók sig til áðan og setti upp jólaskraut á víð og dreyf um heimilið.  Hún hringdi fyrst í pabba sinn og fékk formlegt leyfi hjá honum til að skreyta.  Hann er ekki eins mikið fyrir jólaskraut og jólalög og við mæðgur.  Svo okkur fannst skemmtilegra að hafa hann með í ráðum.  Svo hér er allt orðið ægilega jólalegt 

jólaenglar

Svo er kominn hugur í börnin að fara að föndra jóladót.  Í gærkvöldi sátum við í eldhúsinu, ég og Ólöf Ósk og Jón Ingvi (Jóhannes var háttaður ofan í rúm og Einar að vinna) og þau bjuggu til jólagjafir handa öfum og ömmum og ég saumaði jólagjafir...og ekki orð um það meir.  Svo erum við þrjú með hugmynd að því hvað við getum gert á "leiðindakvöldi" og það verður sennilega eitthvað tengt jólunum.  Erum með augastað á n.k. laugardagskvöldi fyrir fyrsta "leiðindakvöldinu".  

Fyrir þá sem hafa gaman af því að flétta jólahjörtu þá er hér skemmtileg síða með fullt af sniðum að jólahjörtum.  "Klikka" á teikninguna til að sjá næsta hjarta.  Góða skemmtun!!

Jónas og Ingvar ætla að koma í mat á eftir, gaman gaman.

Ég fékk brilliant hugmynd í gær, og Einar samþykkti hana einróma!!  Ég hef lengi spáð í hvernig ég geti búið til pláss til að geta lært þegar Einar og börnin eru heima.  Það er ekki hlaupið að því, og ekkert kjallaraherbergi hér eins og á Stationsvej!!!  Í gær var ég að segja leiðbeinandanum mínum frá þessum "raunum" mínum og þá allt í einu birtist lausnin fyrir mér!  Við erum með upphitaðan bílskúr!!!  Svo ég bar þetta undir eiginmanninn og honum fannst þetta snilldarhugmynd.  Svo nú eigum við "bara" eftir að taka til í einu horni þar sem ég get plantað mér niður í, með bók í hönd.  Skil ekki að mér skildi ekki vera búið að detta þetta í hug fyrr!!!  En það skiptir ekki máli, nú er hugmyndin komin og ég held svei mér að ég ráðist í að framkvæma hana strax á morgun!!  Þá er ekkert til fyrirstöðu og engin afsökun fyrir því að nota ekki hvert tækifæri sem gefst til að lauma mér út í skúr!!!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir uppskriftina af hjörtunum :) nú verður ráðist í þetta verkefni. Lumar þú á meira föndri?! :)

Úrsúla Manda (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 20:23

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Njóttu :)   Ég luma bara á þessum prjóna- og skrappsíðum sem eru linkaðar hérna á síðunni.  En ef ég dett um eitthvað þá læt ég það flakka ;)

SigrúnSveitó, 25.11.2006 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband