Leita í fréttum mbl.is

Eins og í Græsted forðum!

Í gær fórum við í barnaafmæli, sonur Hemma og Birnu, vina okkar frá Danmörku, átti afmæli.  Afmælið var haldið við bústað fjölskyldunnar í Kjósinni, og þar sátum við úti ALLAN daginn og áttum frábærar stundir. Það má eiginlega segja að veislugestir hafi skipst í tvo hópa; fjölskyldan þeirra og vinir og svo hinn hópurinn var vinahópurinn frá Danmerkurtímanum.

Við Einar vorum að tala um það á leiðinni heim að þetta var bara eins og að vera komin í garðpartý heima hjá okkur í Græsted, þar sem hópurinn góði var saman kominn.  Þetta var algerlega dásamlegur dagur, í stórkostlegu umhverfi með yndislegu fólki.

Hemmi og Birna, EF þið lesið þetta: ÁSTARÞAKKIR fyrir mig og mína.

--

Planið í dag er svo sem ekki mjög spennandi...að mínu mati, en ég ætla þó að láta hafa mig út í það... Málið er að Skagaliðinu hefur gengið vægast sagt illa á Íslandsmótinu í sumar...og - ekki spyrja mig hvers vegna en - maðurinn minn hefur fengið þá grillu í hausinn að hlutirnir muni snúast við og Skagamönnum fara að ganga vel ÞEGAR ég kem með á völlinn...!! Jamm, I dón´t knóv...EN þetta er hans trú...svo ég ætla að láta mig hafa það - fyrir elskuna mína - að fara á völlinn í kvella... Hverjum hefði dottið í hug að ég myndi gera slíkt? Ekki mér...ÍA

Þannig að: ÁFRAM ÍA!!!! 

That´s life...

Later...! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Takk fyrir hlý orð í minn garð.

Já það er kósý í Kjósinni það þekki ég. Enda næstum því Kjósverji. Systa mín er orðinn Kjósverji.

Á völlinn ja nú verð ég bara að vorkenna þér. Það þyrfti nú slatti mikið til að ég færi á völlinn. Þakka fyrir að mínir strákar eru ekki á vellinum enda langt og flókið að stunda bolta hér. En mér leiðist fótbolti ferlega. En vonandi dugar að fá þig á völlinn.

Knús og klemm úr sveitinni.

JEG, 20.7.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góða skemmtun á vellinum......

Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 14:26

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða skemmtun og áfram ÍA fyrir þig en ég held sko með Val. Knús Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband