Leita í fréttum mbl.is

24 tímar og fleira

Við ákváðum í gær að best væri að drengirnir færu snemma að sofa...enda búnir að nota öll batterí í fríinu í Dk, farið seint að sofa og verið á milljón meira og minna alla daga. Jamm, þeir fóru í rúmið kl. 8 og sofnuðu báðir mjög fljótt. Í morgun kom Jóhannes svo ALKLÆDDUR inn til okkar...kl. 6.30...

En ef ég sé þetta á dönskum tíma...þá fóru þeir að sofa kl. 22 og Jóhannes vaknaði 8.30...þá hljómar þetta ekki eins slæmt...vona bara að hann nái sér fljótt yfir í íslenskan tíma...LoL

Við hjónakornin sátum og horfðum á 6 þætti af 24 hours...6 þættir eftir...mikil spenna í gangi. Ég kláraði eina ermi af peysunni á Aðalstein bró. og komst langt með hina. Prjóna svo hratt þegar ég horfi á 24...miklu hraðar heldur en ef ég horfi á Aðþrengdar eiginkonur Tounge

Það var gott að sofa í eigin rúmi aftur og yndislegt að hafa Einarinn minn við hliðina á mér. Oooohhh, hvað það er ljúft að koma heimInLove
Ég er svo eiginlega nýskriðin á fætur...svaf til 9.30 og lá í bælinu í klukkutíma í viðbót og dormaði. Bara ljúft. Svona á sumarfrí að vera. Núna er svo mál málanna að taka til í byggingunni...eigum von á slatta af efni í húsið í dag og svo ætlar systir Einars að koma með búslóðina sína og fá að geyma hana fram til 1. sept. en þá er hún að flytja á kollegíið á gamla kanavellinum.

Jamms. Lífið er ljúft. Lov jú oll!! 

Kærligst,
Runa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

lovjútú ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 15.7.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Velkomin heim. Ég sé að ég verð að fara að ná mér í 24 seríurnar. Hef bara séð þátt og þátt, og það úr síðustu seríunum. Já best að gera það!

Úrsúla Manda , 15.7.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: JEG

Knúsirí úr sveitinni.

JEG, 15.7.2008 kl. 12:00

4 identicon

Ég er líka fljótari að prjóna yfir spennuþáttum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband