Leita í fréttum mbl.is

Tómt hús...

...eða tómlegt í það minnsta.

Nú erum við bara 4 í kotinu.  Lilja sys. og familía plús Ólöf Ósk yfirgáfu okkur í dag, og eru væntanlega komin á sinn stað á Neskaupstað.

Við - ég og drengirnir - áttum rólegt kvöld. Mjög skrítið að vera bara við þrjú í kvöld eftir viku í bananastuði með mörgum öðrum.

Alltaf söknuður, en samt líka notalegt að vera bara við aftur. Þetta er eins og þegar ég fer í ferðalag, alveg æðislegt, en alltaf svo gott að koma heim.

Byrjaði að lopapeysu í kvella...peysu sem ég var búin að lofa að prjóna og ég setti sjálf deadline; Versló! Svo það er eins gott að byrja strax þar sem ég ætla ekki að taka lopann með mér til úgglanda...

Eeeeen, nú ætla ég að skríða undir sængina mjúku og kúra,kúra, kúra....InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æjá! Eins og það er gaman að hafa gesti er líka svo gaman að vera bara í rólegheitum.

Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 08:36

2 Smámynd: JEG

Já mikið skil ég þig. En svona er þetta bara.  En svoooo nauðsynlegt af og til.

Knús á daginn þinn.

JEG, 2.7.2008 kl. 11:27

3 identicon

hvaða úgglanda ertu að fara til?

jóna björg (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 12:16

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tómthús? þú veist hvaða hús voru kölluð "tómthús" í gamla daga? það voru hús fiskimanna sem réru á daginn, þar var enginn heima, semsagt "tómthús" veit ekki í hvaða flokk konur og börn flokkuðust þá en þau hafa væntanlega verið heima.  Flottar myndir hér að neðan.  Kær kveðja á þig og ef þú verður heima þegar ég fer norður þá kíki ég við, ég hringi bara.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 12:26

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góðan daginn

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.7.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband