Leita í fréttum mbl.is

Vetur

S.l. vetur ákvað ég að kaupa mér hlýja úlpu á vorútsölunum, svona af því að þó úlpan mín sé flott þá er hún ekkert sérlega hlý.  En svo kom vorið og ég "gleymdi" því hversu kalt mér var í vetur.  Sérstakelga í febrúar þegar kuldinn fór í mínus 15° eða svo...  Núna er kominn vetur aftur og mér er KALT og ég drullusé eftir "gleymskunni".  Mig langar líka í síðar nærbuxur!!  Ég HATA að vera kalt.  Í dag var geðveikt kalt í vinnunni, bíllinn var lengi að hitna og ég keyrði alla leiðina heim með buff á hausnum og lúffur á höndunum og ekki má gleyma peysu, úlpu og stóru ullarsjali!!  Loksins þegar þessi stóri bíll var orðinn upphitaður var ég bara orðin gegnköld...og tærnar á mér eru ennþá freðnar...ég er reyndar þekkt fyrir að vera með kaldar tær frá ca 1. sept. til 1. maí!!!

Einu sinni fyrir langa löngu ég átti kærasta, "ungdomskæreste" eins og daninn myndi kalla það.  Þessi drengur var "doldið" sjúkur (eins og flestir "mínir menn" hafa verið...engar alhæfingar veit ekki hver les þetta...FootinMouth) og var ekki sérlega oft góður við mig.  Ekki svo að skilja að ég hafi verið einhver engill heldur...  En hvað um það.  Einu sinni skrapp kærastinn til Reykjavíkur og ég varð eftir heima.  Þegar ég skreið undir sængina um kvöldið rakst ég á óvænta gjöf frá honum.  Það var bjór og ullarsokkar og orðsending sem hljóðaði eitthvað á þessa leið; "Skelltu þér í sokkana og skelltu öllaranum í þig og þér ætti að hlýna á tánum".  Mér fannst þetta hugulsamt af honum og ég hugsa hlýlega til hans við minninguna.  Smile

norðfjörður

---o--- 

Ég er að verða ánægðari í verknáminu.  Var kastað út í meiri verkefni í dag og það var auðvitað gott.  Yfirlæknirinn er líka svo frábær, hann talar við okkur sem erum nemar, útskýrir og bíður okkur að vera með.  Bæði læknanemum og mér, ekkert verið að gera upp á milli þar.  Svo á morgun fer ég og sé raflostmeðferð...spennandi.  Gott að vita hvað er verið að tala um og um að gera að upplifa sem mest.  Vera tilbúin og taka eftir því hvenær gefast námstækifæri og stökkva til að vera með í sem flestu.    

---o---

Við getum ekki látið neinn elska okkur.  Það eina sem við getum gert er að vera tilbúin að taka við ást.  Afgangurinn er í Guðs höndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband