Leita í fréttum mbl.is

Viðtal og foreldrafundir

Ég var í foreldraviðtali á leikskólanum áðan og þar var Jóhannes lofaður í hástert!!!  Þessi litli ormur okkar, fjörkálfurinn mikli, er sagður vera rólegur og yfirvegaður og greinilega í góðu jafnvægi.  Ekki amalegt það.  Það var gott að heyra hvað þær upplifa hann ánægðan í leikskólanum.  Jónína, sem er hans aðalkona, er búin að vinna á leikskólanum í 25 ár og hún segir að hún hafi aldrei verið með neitt barn sem er eins gaman að gefa að borða og honum!!  Og hann borðar allt og oftast segir hann, þegar hann sér matinn; "Ég ELSKA svona".  Síðan þegar matartíminn er að verða búinn þá segir hann oftar en ekki; "Má ég klára grænmetið úr skálinni?"!!!  Gaman að því.  

Svo er enn einn foreldrafundurinn í skólanum í kvöld.  Ég hef bráðum ekki töluna á öllum foreldrakvöldunum uppi í Grundaskóla...og við erum rétt að byrja veturinn.  Allt gott og blessað við foreldrasamstarf og í kvöld er hinn svokallaði "foreldrasamningur" til umræðu.  Þó ég segi sjálf þá er ég mjög dugleg, og hef alltaf verið, að sækja hina ýmsu fundi í skólum og leikskólum.  Í síðustu viku, þegar fyrirlesturinn hans Stefáns Karls var, fannst mér ótrúlegt hversu fáir foreldrar mættu.  Við erum að tala um foreldra kannski 20 barna og en í skólanum eru töluvert fleiri börn...  En svona er þetta bara og það er ekki mitt mál.  Ég vel að vera virkur þáttakandi í þessu starfi og hana nú!!

---o---

Ungur var eg forðum, fór eg einn saman, þá varð eg villur vega, auðugur þóttumk, er eg annan fann, maður er manns gaman.

Úr Hávamálum. 

----o---

Þegar við áttum heima í Danmörku áttum við það til að boða ákveðinn hóp fólks í partý.  Þetta voru hin allra skemmtilegustu partý þar sem hressir og kátir íslendingar, fullorðnir og börn, mættu og áttu góðan dag saman.  Nú er komin upp sú hugmynd að bjóða slíkum hópi fólks á Akranesi í samskonar veislu.  Við erum reyndar alveg æst í þetta, og eftir að hugmyndin var sögð upphátt hérna um helgina þá er bara mikill titringur í loftinu og spenna og ekki eftir neinu að bíða í raun.  Svo ætli við boðum ekki þetta fólk í partý fljótlega, sennilega um þar næstu helgi bara.  Ooohhh, ég vona að það verði eins gaman og í öllum svona teitum í Græsted, og í Vanøse líka, þar sem ákveðnir vinir okkar og sálufélagar héldu einnig slíkar veislur.  Spurningin er hvort Skagafólk sé eins partýglatt og sálufélagarnir í Danaveldi...  Ég leyfi ykkur að fylgjast með þegar þar að kemur Wink

En núna...lærdómur og kaffi...eða öllu heldur KAFFI OG LÆRDÓMUR!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ hvað maður verður stoltur þegar börnin manns eru lofuð í hástert. Eldar var bara lofaður í leikskólanum, einmitt talað um að honum líði vel og hvað við vorum öll "harmonisk". Þá veit maður allavega að e-ð gerum við rétt :)

Svo er bara að bíða e foreldafundi í skólanum og sjá hvort þetta stenst enn

jóna (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 09:28

2 Smámynd: SigrúnSveitó

já, það er yndislegt og einmitt, ég var að rifna úr stolti yfir litla manninum mínum.  Knús...

SigrúnSveitó, 15.11.2006 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband