Leita í fréttum mbl.is

Góð helgi

Ég er búin að eiga góða helgi.  Kom manninum mínum skemmtilega á óvart þegar hann kom heim úr vinnunni kl rúmlega miðnætti á föstudagskvöldið með að vera VAKANDI!!!  hihi venjulega er ég svona Sleeping eftir kl 22!!!

Ég sat sko uppi í rúmi og horfði á tvær bíómyndir með Clint Eastwood og prjónaði jólagjöf...ekki orð um það meir...

eastwood

Laugardagurinn fór í yndislega samveru með Lilju, Eysteini og strákunum og bakstur og undirbúning fyrir afmælið sem fer að byrja.  Prófaði að búa til kókhlaup, með ávaxtahlaupi í.  Krökkunum finnst það gott...þegar þau fást til að smakka það...Sick hehe...

Svo er dagurinn í dag bara búinn að vera góður.  Búin að sitja og spjalla við syssuna mína og drekka LATTE!!  (en ekki hvað??!!)  Búin að klára síðustu tertuna (sko búa til...ekki borða) og heita réttinn.  Svo þetta er allt klárt fyrir innrás Wink

Ég hef ekkert að segja svo nú ætla ég að þegja... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband