Leita í fréttum mbl.is

Mikið finnst mér...

...erfitt að vakna á morgnana.  Fór reyndar ekki að sofa fyrr en að verða 1 í nótt...og það er bara of seint fyrir mig ef ég þarf að vakna 6.45.  Ég hugga mig reyndar við það að ég get skriðið upp í aftur þegar skólabörnin eru farin að stað í skólann...

Bara vika eftir af skólanum hjá þeim, og þá þarf ég ekki að vekja og reka á eftir þeim í tæpa 3 mánuði!!! Það verður sæla!!!  Og þó ég þurfi kannski að vekja þau og koma þeim af stað í eitthvað í sumar...þá er það kannski ferðalag eða álíka...og þá er miklu skemmtilegra að vakna heldur en til að fara í skólann...

Hugsið ykkur, svo eftir sumarfrí fer Jón Ingvi í 3. bekk og Ólöf Ósk í 8. bekk!!!  Hún byrjar hjá prestinum eftir sumarfrí!!!  Jamm, og bara rúmt ár eftir af leikskólatímanum hjá "litlanum" mínum!  Jamm, tíminn flýgur.

Ætla að koma krökkunum af stað og skríða svo undir sængina mjúku...Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú ert ekki ein um að finnast það.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.5.2008 kl. 08:07

2 identicon

Ég er svoddan morgunhani að mér finnst minnsta málið að vakna .. stillti klukkuna á 5:50 í morgun og skellti mér í ræktina.  Best í heimi að byrja daginn á góðu púli :)  Vona þú hafir notið þess að kúra í morgunsárið ;)

Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 09:38

3 Smámynd: JEG

Úfff það er nótt ennþá kl.fyrir 8 á morgnana.

Gaurinn minn sem er í 2 bekk er búinn í skólanum en dagvistunin á eftir þessa viku. Svo eru skólaslit á laugardaginn.

Knús og kveðja úr sveitinni.

JEG, 26.5.2008 kl. 11:53

4 Smámynd: Linda litla

Ég er svo sammála þér, það er rétt vika eftir af skólanum, þá hættir þetta stríð á morgnana að vekja í skólann. Ég bíð spennt eftir því.

Linda litla, 26.5.2008 kl. 16:43

5 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Oh já ég hlakka til sumarfrísins... geta legið og dormað fram eftir eða eins og þú segir... drifið mig á fætur og notið sumarsins.


Linda Lea Bogadóttir, 26.5.2008 kl. 22:13

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sumarið er tíminn, það er ekki spurning.Hafðu það gott með ungunum þínum og Einari.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband