Leita í fréttum mbl.is

Veðurteppt

Föstudagur, dejligt.  Þreytt.  Mér finnst alltaf erfitt að byrja á nýjum vinnustað.  Ég verð svakalega þreytt, það er svo margt nýtt að læra.  Geðið er, eins og við var að búast, ALLT ÖÐRUVÍSI en "venjuleg" deild.  Hjúkrunin er allt önnur.  Mér finnst ég þurfa að læra allt upp á nýtt.  

Í dag kemst ég svo ekki í vinnuna, ætla ekkert að vera að æða af stað þar sem það er varað við stormi og ofsaveðri og þess vegna finnst mér ekki ástæða til að leggja í Kjalarnesið og Kollafjörðinn.  Búist við allt að 50m/s í hviðunum...

Svo ég ætla að vera heima og lesa um "skizofreni" og "bipolar".  Spennandi efni.  

---o---

Ég fór á fyrirlestur upp í Grundaskóla í gærkvöldi.  Stefán Karl Stefánsson, leikari (Glanni Glæpur) og stofnandi Regnbogabarna, sem eru fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál, hélt fyrirlestur á netinu (hann býr sko í Hollywood).  Snilld.  Talaði mikið um það að forvarnir byrja heima, t.d. "bara" þetta: Fjölskyldan situr við matarborðið og svo fara mamma og pabbi að tala saman og pabbi segir; "Ég fór í strætó í dag, og það var ÚTLENDINGUR að keyra strætó.  Hann talaði auðvitað ekki íslensku, ég skildi ekki hvað hann sagði, eitthvað haba haba, svo ég náttúrlega endaði í vitlausum strætó!  Afhverju í fjandanum geta þeir ekki haft íslendinga til að keyra strætó?  Helvítis útlendingar út um allt!!"

Hvað gerist?  Barnið fer í skólann daginn eftir, barnið segir ekki frá því sem var rætt um, nei, barnið fer og LEMUR útlenska strákinn í bekknum!!!  

Hann talaði mikið um þetta að vera góð fyrirmynd heima fyrir.  Passa hvað við segjum, koma vel fram, gefa okkur tíma með börnunum okkar.  Hann var líka inni að snerta lífsgæðakapphlaupið, að það sé svo mikil öfund í samfélaginu; "Puh! Sjáðu þau hérna við hliðina, komin á nýjan jeppa!  Það er aldeilis veldi á þeim!!!" *hnuss*

Mér fannst gott að heyra þetta allt, þetta er svona það sem við erum að reyna að lifa eftir.  Ekki vera að tala illa um aðra, ekki vera að dæma aðra.  

Það er líka sagt; Börnin læra ekki það sem þú segir, heldur það sem þú gerir.  Það þýðir ekki fyrir mig t.d. að innprenta hjá þeim að vera góð við aðra og bera virðingu fyrir öðrum ef ég er svo stanslaust að bakatala fólk.  

Svo hvatti hann fólk til að hafa "leiðindakvöld" 1 í mánuði, hámark 2 í mánuði.  Við ætlum að skella okkur á leiðindakvöld einu sinni í mánuði.  Það snýst um samveru með fjölskyldunni.  Engin utanaðkomandi truflun.  Slökkt á ÖLLUM símum (ekki setja á silent), stökkt á ÖLLUM tölvum (líka pabba tölvu!!!...Ólöf Ósk efast um að pabbi hennar meiki heilt kvöld án tölvunnar...) og sjónvörpum.  Svo er samvera, elda saman - allir í eldhúsið að hjálpast að, allir fá verkefni.  Borða saman, ganga frá saman.  Fara inn í stofu og gera eitthvað saman, spila (ekki matador eða önnur spil þar sem peningar koma við sögu - ekkert veraldlegt!!), föndra, eitthvað.  Svo endar kvöldið á spjalli, kannski kaffi og smá súkkulaði fyrir svefninn.  Og það sem er mjög mikilvægt; það má EKKI segja; "Jæja, nú er samveran búin, ALLIR Í RÚMIÐ!!", það er STRANGLEGA BANNAÐ!!!  Nei, það er VÖKUKEPPNI!!!  Allir mega vaka eins lengi og þeir vilja á "leiðindakvöldi".  

Við hlökkum til að eiga "leiðindakvöld" saman Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband