7.11.2006 | 13:51
Magapína
Molinn minn, hann Jón Ingvi, er heima í dag. Honum var mjög illt í maganum í morgun, sem lagðast um leið og hann fékk að vera heima. Þetta er óhugnanlega líkt því sem við upplifðum með Ólöfu Ósk í Danmörku. Þetta er sárt. Fyrir okkur öll. Og sérstaklega fyrir Jón Ingva.
Við fórum upp í skóla áðan að sjá leikrit; Sigga og skessan í fjallinu. Mjög skemmtilegt. Hittum Kalla, bekkjarkennara Jóns Ingva. Hann staðfesti það sem við höfðum rætt um, og sem hefur áður verið rætt. Jón Ingvi á erfitt með að mynda tengsl og fer kjánalega í það þar sem hann veit ekki hvernig hann á að gera. Hann er mikið í hlaupaleikjum sem enda með gráti hjá einhverjum. Þetta var alltaf erfitt í leikskóla, þá töluðu þær um að hann elti krakkana og/eða hlypi á eftir þeim, og þau vissu ekki hvað hann vildi með því.
Magnað hvað börnin okkar geta verið ólík. Þótt Ólöf Ósk hafi líka lent í erfiðleikum í skólanum úti þá var það af allt öðrum toga, hún átti alltaf nóg af vinum. Henni var strítt á að vera of feit og svo var andlegt ofbeldi í bekknum af völdum eins nemanda sem leið bölvanlega. Hjá Jóni Ingva sníst þetta meira um að hann kann ekki að nálgast krakkana. Það hefur alltaf verið erfitt fyrir hann, jafn erfitt fyrir hann og það hefur verið auðvelt fyrir Ólöfu Ósk að mynda tengsl.
Eins og þið sjáið þá á þetta hug minn allan í dag, og ég veit ekki hvað ég á að gera. Annað en að bregðast við, sína Jóni Ingva í orðum og verkum að ég stend með honum og tek hann alvarlega. Ég var fegin að það var myrkur í herberginu í gær þegar hann var að segja mér frá þessu, svo hann sæi ekki tárin. Ekki vegna þess að hann megi ekki sjá mig gráta, heldur vegna þess að ég vil ekki að hann fari að hlífa mér. Hann á að vita að hann getur komið til mín og ég brugðist við, á skynsaman hátt. Molinn minn litli.
---o---
Til Jóns Ingva
Áður en þú varst til þráðum við þig.
Áður en þú komst í heiminn elskuðum við þig.
Áður en þú hafðir lifað eina stund hefðum við fúslega dáið fyrir þig.
Þú ert kraftaverk lífsins
Takk fyrir að vera til
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er e-ð svo lítið sem maður getur sagt til að hjálpa í þessum aðstæðum. Eg vona bara innilega að þetta verði stöðvað núna strax og ef kennarinn ræður ekki við þetta að bíða ekki of lengi með að tala við skólastjórann. Það er bara átakanlegt að lesa um það þegar krökkum líður það illa að þau vilji ekki fara í skólann. Ég er ekki hissa að tárin renni niður kinnarnar þínar því þau gera það líka hér bara við að lesa þetta. Vona að ykkur gangi vel með að leysa úr þessu!
Jóhanna (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 10:06
Takk elskan.
SigrúnSveitó, 8.11.2006 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.