6.5.2008 | 10:59
Í dag kveðjum við ömmu Báru
Hún yndislega amma Bára lést sunnudagsmorguninn 27. apríl sl. Tilbúin að hitta Valla sinn aftur eftir 47 ár og með áform um að hlaupa 2.000 metrana þegar hún kæmi í himnaríki, kvaddi hún þennan heim eftir 92 ár og mánuði betur.
Þar fer einn mesti karakter sem ég hef fyrirhitt á ævinni.
Ég kynntist ömmu Báru fyrst fljótlega eftir að við Einar byrjuðum að vera saman. En samt ekki almennilega fyrr en við fluttum heim frá Danmörku fyrir tæpum tveimur árum. Og enn betur kynntumst við þegar ég fór að vinna á Dvalarheimilinu Höfða sl. sumar, þar sem amma Bára bjó. Amma Bára var fyndnust og skemmtilegust. Orðheppin með eindæmum, hnussandi ef henni mislíkaði eða ef hún bara var gáttuð. Og gáttuð var hún þegar hún spurði mig hvort ég fylgdist ekki með boltanum og ég sagði nei. Það átti hún erfitt með að skilja enda fór hún á völlinn þar til hún var komin fast að níræðu.
Handlagin var amma Bára og hafði gaman af hvers kyns handavinnu. Við eigum ófáa hluti eftir hana og Jón Ingvi á prjónaðan bangsa, Mr. Bean (hann er svo líkur bangsanum hans Mr. Bean) sem hefur fylgt honum síðan hann var 2ja ára.
Handlagnin lá í ættinni og hún var ekki lítið stolt af Einari og húsinu sem hann er að byggja. Stolt af Einari sagði hún: Og hann er ekki einu sinni lærður en þó um leið með trega yfir að drengurinn skyldi ekki nýta hæfileika sína til náms. Seint í vetur fór hún að tala um að sig langaði mikið að ná að koma í húsið áður en hún kveddi þennan heim. Með glettni en þó ögn af alvöru bætti hún við: Ef ég næ ekki að koma áður en ég dey þá kem ég bara samt! Þið látið ykkur ekki bregða þó ég standi allt í einu í dyrunum! Amma Bára náði að sjá húsið og var alsæl með það.
Jón Ingvi okkar mun alltaf búa að því að hafa kynnst ömmu Báru. Ófáa eftirmiðdaga kom hann með mér í vinnuna og sat hjá ömmu í tvo tíma. Hún að horfa á Leiðarljós sem var ómissandi partur af deginum hann að teikna. Hún hafði svo góða nærveru og það var Jón Ingvi fljótur að finna. Síðustu tvær vikurnar áður en amma Bára dó lá hún í rúminu. Jón Ingvi kom oft með okkur til hennar. Eitt skiptið var hann leiður því hún var orðin svo lasin, en þó um leið svo glaður því amma var svo glöð að sjá hann. Þegar við vorum komin fram sneri hann sér allt í einu að mér og sagði; Mamma, hún er bara svo skemmtileg.
Og þannig var það bara, amma Bára var skemmtileg. Hún dreifði gleði kringum sig með jákvæðni og skemmtilegum tilsvörum.
Með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni og notið ríkulega af kærleika hennar, kveð ég hana með vissu um að þegar minn tími kemur mun hún taka á móti mér hinumegin með fallega brosinu sínu og glettninni í augunum.
Elsku Bára mín, ástarþakkir fyrir allt.
Þín
Sigrún.
-----
Elsku amma Bára.
Þú varst skemmtileg, það var gott að vera nálægt þér, þú varst góð. Takk fyrir prins pólóin og kókið og takk fyrir dagana sem við tvö áttum saman, í íbúðinni þinni á Höfða.
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Ég á eftir að sakna þín.
Þinn
Jón Ingvi.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi ykkur vel í dag.
Hrönn Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 11:59
Elsku Sigrún mín. Þetta fór alveg fram hjá mér, ég var á svo miklu flakki. Ég samhryggist ykkur við þennan mikla missi, finnst ég hafa í raun kynnst ömmu Báru smá, því þú skrifaðir svo fallega um hana, missir ykkar er mikill en ég er alveg viss um að hún verður á flögri í kringum ykkur í nýja húsinu. Guð blessi minningu hennar og ykkur öll á erfiðri stundu.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 14:32
Elska ykkur
María Katrín Jónsdóttir Ármann, 6.5.2008 kl. 20:44
Knús á ykkur.
JEG, 6.5.2008 kl. 22:41
Sæl Sigrún, votta ykkur samúð. Er farin að kíkja stundum hér inn á bloggið þitt, það er svo skemmtilegt og allar uppskriftirnar uummm. En heimurinn er lítll, það var einn lítill snáði sem var í frí í dag úr skólanum því að hann var að fara upp á Akranes í jarðaför ömmu Báru. Snáðinn heitir Ólafur og er sex ára. Kveðja.
Gyða Guðm nobbari (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 23:31
hún er að hlaupa og hlaupa með honum valla sínum, eftir langa bið... það er gott þegar gamlir líkamar sem eru búnir með sitt hlutverk verða kvaddir, en hún amma þín hún er þar sem hún hefur það best !
gangi ykkur vel
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 09:20
Fallega skrifað hjá ykkur mæðginum ... ég fékk alveg tár í augun. Það getur verið erfitt að kveðja og söknuður er mikill en það gerir það pínu bærilegra þegar maður veit að fólk fer sátt og þreytt lífdaga. Þið hin haldið áfram og geymið minningu um yndislega ömmu :) Sendum ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur *knús&kossar*
ragnhildur frænka og inga hrönn (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.