6.11.2006 | 16:13
Ofbeldi
Mikið rosalega er sárt þegar barnið mitt verður fyrir ofbeldi. Fyrir nokkrum vikum voru þrír strákar í skólanum á eftir Jóni Ingva. Þetta voru tveir strákar úr 2. bekk og einn úr hans bekk sem réðust á hann í hvert sinn sem hann varð á vegi þeirra...eða þeir á hans. Jón Ingvi er ekki týpan sem ber tilfinningar sínar á torg, og það þarf mikið til þess að hann segi frá hvernig honum líður. Svo það leið líka einhver tími áður en hann loksins sagði mér frá þessu. Ég brást strax við og lét kennarann vita og þetta var stoppað.
Í dag sótti ég Jón Ingva í dagvistina. Það gerist ekki oft, því oftast röltir hann sjálfur heim. Þegar ég kom var hann að perla í rólegheitunum. Ég tók strax eftir tveimur rispum á kinninni á honum og spurði hann hvað hafi gerst. Hann sagði mér að það hafi þrír strákar ráðist á hann og lamið hann með "snúru" (spotta á íslensku). Þetta hafði gerst úti í frímínútum og aðspurður sagðist hann hafa gleymt að láta vita af þessu. En þetta voru tveir bekkjarbræður hans og svo einn eldri. Einn bekkjarbróðirinn snerist svo, og fór að hjálpa Jóni Ingva.
Ég spurði Jón Ingva hvort honum hafi ekki orðið leiður en þá sagði hann; "Ég barði þá bara líka".
Svo við tókum smá umræðu um ofbeldi, og það væri ekki í lagi og svo frv. Mér finnst gott að hann berji frá sér, en ekki gott að þetta gerist.
Nú er ég búin að láta kennarann vita og hann ætlar að ræða við drengina. Svo ætla þær í dagvistinni að tala við þær sem eru úti í frímínútum, svo allir séu meðvitaðir.
Þetta er ofsalega sárt. Jón Ingvi hefði örugglega ekki sagt frá þessu svo það var í sjálfu sér ágætt að það sást á honum, svo ég gæti spurt hann.
Mikið rosalega finn ég fyrir vanmætti mínum í svona aðstæðum. Ég geri það sem er í mínu valdi, nefninlega að bregðast við með að láta vita af þessu. En ég get ekki alltaf verið á svæðinu og pakkað börnunum mínum inn í bómull...enda hefur enginn gott af því.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi en leidinlegt! Held ad thetta se thad sem madur ottast mest, ad barnid manns fai ekki ad njota sin og vera i fridi. Vonandi gengur vel ad stodva thetta - og vonandi strax.
Johanna (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 17:06
Já, þetta er sennilega það erfiðasta í móðurhlutverkinu, amk finnst mér það.
SigrúnSveitó, 7.11.2006 kl. 08:25
en hræðlegt, ohh bölvaðir. Þetta er það sem mér kvíður mest fyrir við að flytja til íslands, að Eldar þurfi að hætta í þessum frábæra skóla sem hann er í og að fara í íslenskan skóla, mér finst íslensk börn vera svo aggressíf, þetta er það sem vegur þyngst hjá okkur.
Auðvitað vill maður pakka þeim inn í bómull, en það er ekki gott fyrir neinn að verða fyrir ofbeldi, börn þroskast ekki á því. Ef ekkert gerist verður Einar bara að fara og tala við drengina persónulega, þoli ekki svona börn, eða kannski ætti ég heldur að kenna foreldrunum um þau bera víst ábyrgð á hegðun barna sinna.
sorry hvað ég er löt að kommenta, en ég les. Knús og gangi ykkur vel með þetta
jóna (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 09:20
Já þetta er sko hræðilegt. Hann sagði mér líka í gærkvöldi að það væri leiðinlegt í skólanum af því að enginn vill leika við hann. Shit hvað þetta er sárt.
En hvað varðar skóla og börn, mér finnst íslensku börnin ekkert verri en þessi dönsku, Ólöf Ósk lenti alveg þokkalega í því í Danmörku og var alltaf með í maganum. Hún hefur hins vegar ekki fengið í magann síðan hún byrjaði í skólanum hér. Svo þetta fer ekki einu sinni eftir skóla, heldur bekkjum virðist vera.
Ég fór á bekkjarkvöld með Jóni Ingva í gær og mig langaði alveg til að "pande ham en"!!!, einum af þessum strákum!!! Hinir voru ekki þarna. Jón Ingvi sagði mér svo í gær að einn þessara stráka hafi snúist og farið að hjálpa honum.
Ég fæ illt í magann og tár í augun við að skrifa þetta, þetta er svo sárt. Ég var með Jón Ingva inni hjá mér í gærkvöldi og uppí í nótt og hélt í hendina á honum, honum leið sko ekki vel, þessum litla mola mínum.
En ég ætla að tala við kennarann hans á eftir, Jón Ingvi er heima í dag, var með illt í maganum þar til hann fékk að vera heima...þetta er endurtekið efni frá Ólöfu Ósk í Danmörku. Kennarinn verður að taka á þessu og gera börnunum grein fyrir að það á ekki að skilja útundan og útskúfa einn eða neinn. Annars veit ég ekki hvað ég get gert.
SigrúnSveitó, 7.11.2006 kl. 10:08
Úff, þetta minnir mig þegar dóttir mín varð fyrir aðkasti af hálfu eldri stelpna í Melaskóla. Ég lét kennarann vita sem var eldri kona og ofboðslega gamaldags og ströng. Hún gerði bókstaflega allt vitlaust, heimtaði fund með skólastjóra, stelpunum, foreldrum þeirra og kennurum og messaði yfir þeim að stelpann væri ný í skólanum ofl. og um einelti og afleiðingar þess! Þær bráðnuðu og báðu hana afsökunar og hættu. Ég man hvað ég varð hrædd um hana þegar ég frétti þetta en óendanlega þakklát þessum kennara sem var alveg frábær á allan hátt - en gribban þegar ég var í sama skóla löngu fyrr. Í dag læra kennarar að díla við einelti (Oveusarprógrammið ofl) og þess vegna ætti það ekki að vefjast fyrir þeim. Annars er það bara auga fyrir auga...
ps. ég beit eitt sinn 2ggja ára son vinkonu minnar sem gat ekki hætt að bíta. Hann hætti!!
Valdís (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 16:41
ertu að segja að ég eigi að fara af stað með reipið...?!!!
SigrúnSveitó, 7.11.2006 kl. 17:37
hvernig virkar þetta Oveusarprógram?
SigrúnSveitó, 7.11.2006 kl. 17:39
Nei, ekki fara af stað með reipi!! Olveus heitir hann víst frumkvöðullinn að þessu prógrammi sem á að vinna gegn einelti. Sumir grunnskólar hafa tekið það inn en það gengur út á að allir starfsmenn skólans séu upplýstir um hvað einelti er og eiga síðan að hjálpast að við að uppræta það. Skólaliðarnir skipta miklu máli því þetta gerist helst í frímínútum. Ég man að ég var með a.m.k. eina ranghugmynd um gerendur. Hélt að þeim liði eitthvað illa en það er víst ekki svo! En svo er það þannig að ef gerandinn fær ekki lengur tækifæri til að leggja í einelti virðist hann hætta því!! Um þetta er hægt að lesa á heimasíðu Seljaskóla í Rvík. Tékkaðu á því eða gúgglaðu og gangi þér vel. Þetta lagast hvorki af sjálfu sér eða með tímanum...
Valdís (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 20:21
Takk darling. Nei, það þarf að taka á þessu. Ég vona að kennarinn geri eitthvað, annars fer ég í skólastjórann. Þetta er bara svo ömurlegt ástand. Ég fæ sannarlega að finna að ég er vanmáttug. En ekki máttvana!!!
SigrúnSveitó, 7.11.2006 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.