Leita í fréttum mbl.is

Farinn fyrir lítið...

Já, þessi formiddagur er farinn fyrir lítið.  Ég sem hafði stór plön um hvað ég ætlaði að lesa og skrifa fyrir skólann...

Dagurinn byrjaði annars mjög efnilega.  Ég fór og lét setja vetrardekkin undir bílinn áður en ég keyrði Jóhannes í leikskólann (var mætt út á verkstæði kl 7.45!!).  Svo fór ég heim, Einar var nýkominn heim af næturvakt svo ég lagðist "aðeins" inn til að spjalla við hann...og ég vaknaði 11.55!!!

En skítt með það, það þýðir ekki að ergja sig yfir því, frekar að gleðjast yfir því að geta sofið svona vel Sleeping...  En nú ætla ég að fá mér að borða og ráðast svo í smá lestur...

---o--- 

Lífshamingjan er gerð úr örsmáum brotum.  Þar raðast saman auðgleymd kærleiksverk eins og koss eða bros, vinalegt tillit eða einlægt hrós.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband