Leita í fréttum mbl.is

Hið ótrúlega gerðist!

Ég var vöknuð kl. 8 og komin fram úr 8.45 og það á SUNNUDAGSmorgni!!!  Og ekki að fara að vinna.  Ótrúlegt en satt.

Reyndar er það þannig að Einar er að fara á næturvakt í kvella...og við í paró fyrst...svo hann ætlaði að reyna að sofa til kl. 12 þar sem hann nær ekki að leggja sig í kvöld.  Ég vona að hann geti sofnað aftur en hann var glaðvaknaður á undan mér...ég verð víst seint þessi morgunhani sem hann er orðinn.  Ég man þá tíð er hann gat sofið alla morgna...en síðan eru víst liðin nokkur ár.

Annars var kvöldið notalegt, ég pakkaði í nokkra kassa og við fórum upp í hús, ég og strákarnir, með viðkomu í Shell.  Ég bauð strákunum upp á ís í boxi og það vakti sannarlega lukku.  Svo uppi í húsi var allt að gerast, vaskaskápurinn kominn á sinn stað í bílskúrnum, sem og skúffujúnitið.  Eldhúsbekkurinn kominn ofan á, en á víst eftir að festa.  Svo það er að koma mynd á þetta hjá okkur.  Enda ekki seinna vænna þar sem það er tæp vika í flutning!!!

Jóhannes situr hér í hinni tölvunni, því Jón Ingvi er sofandi...gerist ekki oft...yfirleitt er það öfugt; Jóhannes sefur og Jón Ingvi vaknar snemma.  En þar sem bæði sjónvörpin eru í sitthvoru svefnherberginu...þá er talvan málið...

Ólöf Ósk fer á fartina í dag með sundhópnum.  Yfirgefur Esbjerg og fer áleiðis til Köben þar sem þau gista tvær síðustu næturnar.  Á morgun er það væntanlega Strikið og búðaráp - hún ætlaði að kaupa sér buxur, annað var ekki planað - og svo er Tívolí annað kvöld. Flug heim á þriðjudag.  Mikið hlakka ég til.

Og nú held ég að ég fái mér morgunverð og gómsætt kaffi!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin á fætur mín kæra.

Kv. Lilja

Lilja Guðný (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 09:24

2 identicon

Tölva, Sigrún, tölva...þetta heitir ekki talva. Orðið tölva var búið til af orðunum tölur og völva (elska íslenskt tungumál) Þreytist bara ekki á því að leiðrétta fólk

Veit ekki betur en að veðrið ætti að leika við þau á morgun, það er allavega frábært í dag.

jóna björg (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 10:07

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk Lilja

Jóna...kommon...þú þarna pulsukerling... það fyndna er nú samt að ég hugsaði tÖlva!! en tók meðvitaða ákvörðun um að skrifa tAlva

SigrúnSveitó, 4.5.2008 kl. 10:37

4 Smámynd: JEG

Já mér þykir þú getað sofið hihihi..... ég er með litla skæruliða sem leifa ekkert lúr og lúll. Neibb sú stutta vaknar kringum kl.7:00 *geysp* þá er nótt í mínum huga sko.

Þannig að það er hátíð ef ég næ til 8:00

Knús á þig og njóttu dagsins.

JEG, 4.5.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband