5.11.2006 | 11:52
Veður...eða óveður
Vá, það er búið að vera þokkalega geðveikt veður hér í nótt. Við meira að segja vöknuðum við það og þá er sko mikið sagt!!! Því venjulega geta bæði himinn og jörð farist á þess að við rumskum
Það var sko suð-vestan og á Akranesi er EKKI blíða í suð-vestan eins og er á Norðfirði í þessari sömu átt. Þá stendur sko beint af hinu stóra Atlandshafi og beint á húsið okkar og beint á opnanlega gluggann í stofunni og þessu veðri heldur hann ekki...enda fúinn og lúinn eftir suð-vestan-veður fortíðarinnar. Svo það var pollur í glugganum í morgun, en sem betur fer ekki á gólfinu.
Skrítið að þrátt fyrir að fólk allt í kring sé endalaust að tala um hvað sé leiðinlegt veður daginn út og daginn inn, að þá er þetta fyrsta alvöru leiðinlega veðrið síðan við fluttum og það eru alveg að verða komnir 4 mánuðir síðan!!!
Vá, 4 mánuðir!!! Það er töluvert langt, finnst mér. Amk var langt í mars að hugsa að það væru 4 mánuðir í flutning. En svo flaug tíminn af stað...og gerir enn.
Ég fæ svona söknunarköst annað slagið. Sakna allra vinanna minna í Danmörku Ég gleðst yfir að ég fæ 4-5 vikur í Danmörku í feb-mars
---o---
Spakmæli dagsins:
Hamingjan er ekki að fá það sem þú vilt, heldur að vilja það sem þú hefur.
---o---
Ég man þá daga þegar ég hugsaði svo oft; "afhverju ekki". Afhverju hafði ég ekki eitthvað annað en það sem ég hafði, afhverju var ég á Íslandi en ekki Danmörku, afhverju var ég í Danmörku en ekki á Íslandi, afhverju átti ég svona glataðan kærasta, afhverju...
Lagið hans Jónasar vinar míns höfðaði til mín á þeim tíma;
"Ég er rangur maður, á röngum tíma, í vitlausu húsi" og "Afhverju er lífið svona ömurlegt, ætli það sé skárra..." og "Afhverju fæddist ég lúser..."!!!
Spáiði í þetta!! Ég var viss um að Einar og allir aðrir í kringum mig ættu að gera mig hamingjusama og ég var svo óhamingjusöm. Og það var sko öðrum að kenna og utanaðliggjandi aðstæðum!!!
Sjálfsvorkun var einkennisorð mitt!! Ef það var kíkt í orðabók á þeim tíma þá var mynd af mér sem skýring við orðið "sjálfsvorkun"!!
En svo var ég svo heppin að finna lausn á þessu vandamáli mínu. Og í stað þess að bíða eftir að einhver færi mér hamingjuna þá fann ég sannleikann, nefninlega að það er aðeins í mínu valdi að gera mig hamingjusama. Því ef ég er í fokki í hausnum þá skiptir sko engu máli hvort Einar er fullkominn eða ófullkominn, því ég mun vera óánægð með hann. Og öfugt ef ég er í góðu andlegu formi. Ef ég er í góðu formi þá er ég hamingjusöm, no matter what.
Fyrir mig get ég sagt; Eymd er Valkostur.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178858
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eymdin er einmitt valkostur en ekki fyrr en maður hefur fengið verkfærin í hendurnar. Annars velur maður alltaf eymdina án þess að hafa hugmynd um af hverju!
Valdís (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 12:42
einmitt. Ég hafði ekki val hérna áður fyrr, en núna hef ég það. Og guði sé lof fyrir það.
SigrúnSveitó, 5.11.2006 kl. 12:59
Já, það var sko aldeilis fjör að vera hérna fyrir opnu Atlantshafinu. Oft hefur lekið meira inn til mín ... en nú er bara mikil selta sem ég er óðum að þrífa af. Öldurnar hjá vitanum (kíktu til hægri framhjá höfninni) er GEGGJAÐAR og auðvitað líka þær við Langasandinn okkar. Það verður sérlega gaman skömmu fyrir myrkur því að þá verður farið að flæða svolítið að.
Gurrí (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 13:52
já mamma það var aldilis mikið rok og rigning i nótt.
En þeð hefur nú líka oft í Danmark
þín dóttir Ólöf Ósk
Ólöf Ósk (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.