Leita í fréttum mbl.is

Systir

Gullkorn dagsins er tileinkað systir minni:

Þú getur barið að dyrum hjá systur þinni á ólíklegustu tímum og hvernig sem á stendur og verið viss um hressingu og góða áheyrn...

...og rúm ef eitthvað mikið er að.

---o---

og þetta:

Systur er óvenjulegar.  Þær heyrðu kjökrið í myrkrinu.  Þær fylgdust með þér á sigurstundum og þegar allt brást.  Í ástargleði og sorg.  Þær láta ekki blekkjast. 

Þær hafa þekkt þig of lengi til þess. 

Þegar þú nærð langþráðu marki eru vinir þínir himinlifandi - en systur halda þöglar í hendur þínar og ljóma af hamingju. 

Þær vita hvað það kostaði þig. 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æjjj en sætt!!  Ég öfunda aldrei neinn um neitt en mikið óskaplega hefur mig langað að eiga systur :-/  Allar mínar vinkonur eiga systur sem þær eru nánar, konan mín á tvíburasystur og svo að hafa fylgst með systraskaranum ykkar í gegnum árin.  Þið eruð mjög ríkar :)

Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 10:40

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, það er satt, við erum mjög ríkar.  Eins og segir í þessari "Systrabók" minni; "Ef þið eigið ekki systur, vantar eitthvað í líf ykkar".  Mér finnst heilmikil sannindi í því.  Og ég sé líka hvað stelpurnar okkar njóta þess að hafa hvor aðra, og ótrúlegt hvað þær ná alltaf vel saman þrátt fyrir aldurmuninn.  Knús...

SigrúnSveitó, 5.11.2006 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband