3.11.2006 | 23:31
Gleymdi
Ég steingleymdi að segja ykkur frá skemmtilegu heimsókninni sem ég fór í, í dag. Ég og strákarnir fórum að keyra Ólöfu Ósk í afmæli og skelltum okkur svo í Pennann. Þegar við vorum búin í Pennanum datt mér snjallræði hug; nefninlega að athuga hvort hann HaLLi (lesist með hörðu L´i)vinur minn væri heima.
Hef ég sagt ykkur frá Halla? Einhver ykkar vita hver hann er (Elín...). Fyrir ykkur sem ekkert vitið um Halla þá fljóta hér nokkur orð um hann.
Ég hitta Halla fyrst snemma sumars 1993, í Ólafsvík. Við hittumst í fyrsta sinn kvöldið sem ég flutti inn í íbúðina sem við Halli svo leigðum saman þetta sumar. Það var ekki flóknara en það, að við Halli náðum mjög vel saman strax frá upphafi og urðum miklir og góðir vinir. Það var ýmistlegt brallað þetta sumar. En við Halli leigðum ekki bara saman, heldur unnum við saman líka. Peta vinkona okkar var mikið með okkur líka (þegar hún var ekki hjá Jonna, sem hún var að snúllast með þetta sumar).
Eina helgina um sumarið fór Halli heim á Akranes, til mömmu og pabba. Öðru hverju kom yfir hann það sem hann kallaði "móðursýki" og þá varð hann að fara heim til mömmu í helgarfrí. Þessa umræddu helgi fór ég með honum og var hjá Siggu Helgu frænku í Borgarnesi. Halli kom svo á laugardeginum og náði í mig og bauð mér í mat heima hjá foreldrum sínum. Þetta voru mín fyrstu kynni af Jónínu, en hún er ein af "konunum hans Jóhannesar" og sú sem ég held mest upp á. Yndisleg kona.
Um haustið flutti ég aftur heim á Norðfjörð, en Halli flutti til Reykjavíkur. Við hittumst annað slagið þennan vetur, því ég skellti mér náttúrlega í nokkrar djammferðir til höfuðborgarinnar og hitti Halla vin minn í hverri ferð. Þennan vetur leigðu Halli og Peta saman.
Um vorið flutti ég svo til Reykjavíkur, og þá fórum við aftur að leigja saman, ég og Halli. Guðný (eða Gúlla eins og margir kalla hana) ætlaði að leigja með okkur, en hún var svo óheppin að fótbrotna illa strax í innflutningspartýinu svo hún fór austur í "pössun" hjá mömmu sinni. Svo við Halli vorum tvö eftir. Sumarið 1994 var skemmtilegt sumar og margt brallað.
Það voru margir sem voru hissa á að við Halli værum "bara" vinir, fullyrtu að stelpa og strákur gætu ekki verið "bara" vinir, en ef það er rétt þá vorum við Halli undantekningin sem sannaði regluna.
Haustið 1994 sýndi Halli hvað í honum bjó. Þetta var haustið sem ég var á Stígamótum, haustið sem ég gerði uppgjör við manninn sem misnotaði mig, haustið sem ég íhugaði að taka líf mitt af einskærri andlegri vanlíðan. Eitt kvöldið kom Halli heim og þá sat ég með öll myndaalbúmin mín í stofunni og var búin að taka allar myndir af manninum sem misnotaði mig, út úr albúmunum. Ég sat þarna og klippti hverja og eina mynd í frumeindir. Ég man að Halli kom inn, hann heilsaði og svo kom hann og settist í sófann. Hann sagði ekkert, hann bara sat hjá mér og þagði með mér. Hann krafðist engra skýringa á háttarlagi mínu, hann bara sat hjá mér.
Hann sagði mér seinna að hann hafi ekki þorað að fara að sofa af ótta við hvað ég myndi gera. Hann hefur sennilega skynjað að líf mitt var í hættu. En hvað sem það var, þá amk sat hann hjá mér og veitti mér ósegjanlegan stuðning með því.
Ég vissi alltaf að ég hafði Halla ef eitthvað bjátaði á. Hann sveik mig aldrei, og ég vona að ég hafi aldrei svikið hann. Ég held ekki.
Við vorum áfram miklir og góðir vinir, og héldum sambandinu reglulega fram til 1999. Eftir það var sambandið eingöngu "jólakortasamband" og við vissum þannig af hvort öðru. Halli kynntist Ernu og eignaðist með henni tvær stelpur, sem í dag eru 8 og 6 ára.
Halli á heima hérna á Akranesi. Svo í dag bankaði ég upp á hjá honum og Ernu. Og þótt við höfum ekki hist síðan í febrúar 1999, og það var líka eina skiptið sem ég hafði hitt Ernu, að þá var það bara ekki málið. Það var bara eins og við hefðum hist í gær. Halli er, og verður PERLA.
Vinátta er fjársjóður.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178858
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HÆ sweety
Gaman að lesa þetta :) rifjar upp ýmislegt !!
En vildi bara minni þig á eitt, svona út frá síðustu færslu
"Hæ, flott húsið ykkar. Hlakka til að koma og sjá það nánar. Verð a skella mér fljótlega."
Knús, S
Þetta skrifaðir þú 31.ágúst og ég bíð enn ;) Veðrið á að versna í kvöld og vera hrikalegt á morgun sunnud.svo þetta ætti að sleppa í dag :)
Elín (IP-tala skráð) 4.11.2006 kl. 08:02
Já, ég er alltaf á leiðinni. Var búin að ákveða dag, og þú samþykkja, og þegar ég kom á Selfoss þá varstu ekki heima, manstu ;)
Reikna reyndar með að fara á Selfoss í dag, sé hvort ég næ að kíkja í einn kaffibolla hjá þér á heimleiðinni. Það væri gaman :)
SigrúnSveitó, 4.11.2006 kl. 10:04
jæja góða mín...það kemur vonandi sá dagur að þú gerir þér ferð BARA til að heimsækja mig :)
En ÓÓ er velkomið að bíða hjá okkur á meðan þú drekkur kaffi með vinkonu þinni !!
Elín (IP-tala skráð) 4.11.2006 kl. 12:00
sömuleiðis, elskan
En ég fer ekki á Selfoss í dag, Ólöf Ósk er eitthvað slöpp í maganum...svo við verðum heima.
SigrúnSveitó, 4.11.2006 kl. 13:00
stefnir í langloku ;)
er ekki afmó næstu helgi?? þá kem ég, er meira að segja búin að kaupa afmó gjöf fyrir heimasætuna... hlakka mikið til að koma og fá kræsingar ala sigrún, veit að þær klikka ekki !!
Ég rata líka til ykkar, því ég er svo heppin að vera búin að koma og sjá ykkar slot ;) ;)
Annars þá á veðrið að vera brjálað hér á Sel og byrja seinnipartinn, fólk hamast við að taka lauslegt inn...kemur sér vel að trampólínið okkar fauk í síðasta óveðri :/ lítið að taka inn fyrir okkur !
Eigið annars góða helgi, það stefnir allt í rólegheitar helgi með kertaljósum :)
Elín (IP-tala skráð) 4.11.2006 kl. 13:09
jú, það er afmæli á sunnudaginn. Hlakka til að sjá ykkur.
SigrúnSveitó, 4.11.2006 kl. 14:31
Sko.....
Ég bara verð að commenta á þetta...
Ég vil nú meina að ég og Halli höfum verið þau fyrstu sem sönnuðum undantekninguna á reglunni
kv. Peta
Peta (IP-tala skráð) 4.11.2006 kl. 20:43
hihi, ja, hann vildi nú alveg sofa hjá þér, ef ég man rétt...alveg yfir sig ástfanginn!!! hohoho...
SigrúnSveitó, 4.11.2006 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.