Leita í fréttum mbl.is

Góður dagur

Í dag átti ég yndislega tíma með mömmsunni minni.  Frábært að hitta hana, bara við tvær.  Man ekki hvenær það gerðist síðast.  Fórum m.a. á kaffihús í Kringlunni og fengum okkur rosa góða rjómalagaða - og þá meina RJÓMAlagaða - súpu og æðislegt brauð með.  Ég hef oft smakkað rjómalagaða súpu...en aldrei eins og þessa.  Mikill rjómi, sem er náttúrlega gott því rjómi er góður!! 

Röltum bara smá um Kringluna.  Eyddum mestum tíma bara að sitja og spjalla.  Fórum svo heim til Guggu frænku og sátum og spjölluðum meira.  Gaman, gaman.  

Mamma, ég veit þú lest þetta!!  Svo ég vil bara segja; Ástarþakkir fyrir góða samveru.  Hlakka til að hitta þig næst Kissing

---o---

Svo verður náttúrlega að koma hér spakmæli dagsins.  

Hamingja er þessi undarlega kennd, sem menn finna til, þegar þeir eru of önnum kafnir til að láta sér leiðast.

---o---

Ég fékk bréf frá skólanum áðan.  Svo nú veit ég að ég verð úti í Danmörku í viku 8, 9, 10, og 11 (og kannski aðeins lengur).  Fyrir íslendinga sem ekki vita hvað þetta með vikur þýðir þá er þetta frá ca 18. febrúar til ca. 18. mars.  Svo ég verð ekki heima á afmælisdegi bónda míns (var að fatta það í skrifuðum orðum) svo hann verður að bíða með að fá köku eða baka sjálfur.  En það er sko ekki eitthvað sem við þurfum að spá í núna...hehe...  Ég stefni ennþá á að taka Jóhannes með mér...ef ég fæ pössun.  Vona að það gangi upp, okkar allra vegna.  

---o---

Og ef þið vitið það ekki þá langar mig að segja ykkur þetta: Ég elska lífið, og fjölskyldu og vini og svo framvegis og svo framvegis.  Þar hafiði það!!!  Það er ekkert betra en að hafa hjartað fullt af kærleika og hamingju.   

Og ég elska líka gott kaffi

CoffeeBeans1

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband