2.11.2006 | 00:43
Brostu framan í heiminn
...og heimurinn mun brosa framan í þig.
Á ferðum mínum gegnum daginn og veginn undanfarið, hef ég rekist á nokkrar persónur sem eru miklir og góðir kennarar fyrir mig. Neikvæðni og stjórnsemi er helsti brestur þeirra, eða amk það sem ég er að fá að sjá hjá þeim. Vel má vera að þau þjáist af einhverjum öðrum og meiri skapgerðarbrestum, en þessir blómstra.
Önnur er kona. Hún er alltaf nöldrandi og tuðandi. Alltaf að vorkenna sjálfri sér og mæðast. Hún volar og vælir. Og hún talar ofsalega illa um sinn fyrrverandi eiginmann, sem hún var samt gift í 15 ár.
Hinn er maður. Hann er óskaplega stjórnsamur.
Þetta er eiginlega skondið. Þessir tveir brestir eru brestir sem ég hef barist við. Einu sinni réðu þeir einmitt mínu lífi. Í dag gera þeir það ekki, yfirleitt ekki amk. Aðrir brestir kannski...
Ég veit hvað ég þarf að gera þegar ég hitti svona fólk. Það er einfaldlega að halda mig á mínum vallarhelmingi. Ekki taka þátt í neikvæðni og illu umtali, því einhverntímann hefði ég t.d. tekið fullan þátt í að baktala blessaðan manninn hennar þótt ég þekki hann ekki neitt!!! Svo varðandi þennan stjórnsama mann þá þarf ég að passa mig líka, ég þarf að passa mig að standa á mínu, ekki leyfa honum að vaða yfir mig. Það getur verið erfitt. En ég fer ekki út í neinar diskutioner, ég veit að það borgar sig ekki.
Ég er að búa til afmælisgjöf handa mömmu minni. Og þar sem ég var að leita að einhverju góðu gullkorni á netinu (er sko hjá tengdó og allar góðu gullkornabækurnar mínar heima...) þá rakst ég á þetta:
LÍFSINS BERGMÁL!
Feðgar voru í göngu upp í fjöllum.
Allt í einu, dettur sonurinn og meiðir sig og öskrar: "AAAhhhhhhhhhhh!!!"
Hann verður voða hissa þegar hann heyrir rödd einhvers staðar í fjöllunum svara sér: "AAAhhhhhhhhhhh!!!"
Af forvitni öskrar hann til baka: Hver er ertu?
Honum er svarað: Hver ertu? Hann öskrar: Hver ertu? Honum er svarað: "Hver ertu?"
Sonurinn er orðinn pirraður og svarar: Heigull!
Honum er þá svarað: Heigull!
Sonurinn horfir á föður sinn og spyr: Hvað er að gerast ?
Faðirinn brosir og segir og taktu nú vel eftir:
Faðirinn öskrar upp til fjallana: Ég dáist að þér!
Hann fær svar: Ég dáist að þér!
Aftur öskrar faðirinn: Þú ert meistari!
Honum er svarað um hæl: Þú ert meistari!
Sonurinn er hissa, en skilur ekki hvað er um að vera.
Faðirinn útskýrir: Fólk kallar þetta bergmál, en í raun er þetta lífið sjálft.
Lífið gefur til baka allt sem þú segir og gerir.
Lífið endurspeglar gjörðir okkar.
Ef þú vilt meiri kærleik í heiminn í dag, byggðu upp meiri kærleik í hjarta þínu.
Ef þú vilt bæta lið þitt, bættu þig.
Þessi tenging á við um alla hluti lífsins.
Þú uppskerð það sem þú sáir.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 178854
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.