19.10.2006 | 20:08
Of þreytt
ég var of þreytt til að blogga í gær. Ég var reyndar of þreytt fyrir allt. Ég eldaði samt kvöldmat því mig langaði ekki í snarl. Svo lagðist ég upp í rúm og var gjörsamlega búin á því. Ég var svo þreytt í vinnunni að ég hafði ekki áhuga á því að vera þar, og ég var hrædd um að það væri kominn leiði í mig strax...og lamdi mig smá í hausinn fyrir það!! "Alltaf eins með þig, þú endist ekki í neinu" og bla bla bla... Um að gera að berja sig í hausinn...eða þannig.
Ég gerði svolítið annað minna gott fyrir sjálfa mig í gær, ég fékk mér sykurlausan tópas og át hann allan á leiðinni heim!! Sem gerði það að verkum að ég engist sundur og saman af vindverkjum í gærkvöldi...ojoj hvað það var vont. Fretaði ekki einu sinni fúlt heldur lá bara með magakrampa!!! Já, mér var nær að vera með þessa græðgi...!!!
Svona er ég!!! Þá vitiði það, ef þið vissuð það ekki fyrir
Ég svaf svo yfir mig í morgun, eða sko, ég lagðist upp í rúm aftur þegar ég var búin að slökkva á vekjaraklukkunni kl. 5.50 og svaf "óvart" til kl. 6.24. Þá stökk ég á fætur, klæddi mig og vakti drengina. Við náðum þessu alveg þrátt fyrir allt, og ég meira að segja mundi eftir að hita mér kaffi til að taka með í bílinn.
Átti stórkostlegan dag í vinnunni, sem sýndi að ég lamdi mig að óþörfu í hausinn í gær. Ég var sko að fíla það í tætlur að vera hjúkka og naut mig út í ystu æsar. "Átti" 3 yndislega kalla alveg ein og ég dekraði sko við þá
Í gær fór ég á fund hjá Haddó (deildarstjóra) þar sem hún var að fræða mig um ýmislegt varðandi stjórnun á deildinni. Mjög athyglisvert (en ég var þreytt og átti erfitt með að halda mér vakandi...) og skemmtilegt. Svo sagði hún mér dálítið sem ég hafði ekki spáð í, og sem gladdi mitt litla hjarta. Hún sagði mér að þegar ég færi að sækja um vinnu hérna á Skaganum (og ég skyldi bara gera það sem fyrst) að þá skyldi ég láta vita af því að ég hafi verið í löngu verknámi á 13D og endilega gefa hana upp sem meðmælanda!! Ég varð ótrúlega glöð. Mér hafði ekki dottið í hug að setja verknámsstað sem meðmælanda. En það mun ég sannarlega gera. Annars væri ég sko til í að vinna þarna á 13D, bara verst hvað það er langt í burtu. Það hentar best á, hvernig sem á það er litið, að vinna hérna uppfrá. 10 mín. gangur í vinnuna (þegar verður búið að laga hnéð, annars 2 í bíl...) eða 40 mín. keyrsla...
Hitti einn vin hans Bill W. í dag. Gaman að því. Aldrei hitt þennan áður en við áttum langt og skemmtilegt spjall.
Ólöf Ósk fór í skólaferðalag í Skorradal í morgun, kemur heim seinnipartinn á morgun. Gaman, gaman. Hlakka til að heyra hvernig var. Hún var mjög spennt. Hún er svo dugleg, þessi stelpurófa. Ég man hvernig mér leið í þetta eina skipti sem ég fór eitthvað svona með mínum bekk. Það var vikudvöl á Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað í 8. bekk. Ég var að drulla á mig úr ótta við allt. Skíthrædd við þetta allt. Svona var bara allt hjá mér í skóla. Ég var skíthrædd, sjálfstraustið og sjálfsmatið ekki alveg í besta formi... Ég var alltaf hrædd um að gera eitthvað vitlaust, segja eitthvað vitlaust, vera vitlaus... Úff, þetta voru ekki góðir dagar. Ég verð svo glöð þegar börnin mín eru að segja mér frá einhverju úr skólanum og þau eru svo glöð. Jón Ingvi, sem annars er frekar lokaður, segist alltaf vera að rétta upp hönd í skólanum og spyrja ef hann viti ekki eitthvað og kennararnir segja hann mjög duglegan að biðja um hjálp. Sömu sögu er að segja af Ólöfu Ósk. Ég þorði aldrei að rétta upp hendi eða biðja um hjálp. Það var ekki fyrr en á næstsíðasta árinu núna í hjúkruninni að ég þorði að rétta upp hönd!!! Og þegar ég loks steig inn í þennan ótta þá komst ég að því að það var ekkert hættulegt að rétta upp hendina!!!
Nóg í bili...þarf að blogga líka á dönsku svo ekki má ég skrifa frá mér allt vit hérna inni...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.