Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagsblogg

Góður sunnudagur að kveldi kominn.  Jón Ingvi bauð afa sínum og ömmu í vöfflukaffi og Ingvar, vinur okkar, kom líka. 

Annars fór dagurinn í að taka til og snúast. Fór aðeins í búð, elska að hafa búðir opnar á sunnudögum því eins og ég get verið skipulögð á sumum sviðum þá er mér nánast ómögulegt að vera skipulögð þegar kemur að því að versla.  Þrátt fyrir 9 ár í Danmörku - nánar tiltekið í Græsted - þar sem verslanir eru opnar til kl. 19 virka daga, til kl 16 laugardaga og LOKAÐ á sunnudögum...jamm, ég lærði þetta samt ekki!

Krakkarnir fóru út að leika! Það er nánast í frásögur færandi ef þau fara út!!  Jamm, annað en þegar ég var barn...bla bla bla...

Þau fóru upp í skóla, þar sem eru tilbúnir hólar (því Akranes er LÁRÉTT) og þau tóku sem sagt litlu þoturnar sínar (svona handfang með smá sæti á, mjög auðvelt að halda á) með og renndu sér. Alsæl og rjóð í kinnum komu þau heim, passlega í kvöldmat.

--

Hafiði tekið eftir að það er orðið bjart fram til kl. 19.30!!  Ótrúlegt hvað daginn lengir hratt.  Yndislegt.  

Elska þessar miklu andstæður hérna á Íslandi.  

Jæja, farin að prjóna... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband