Leita í fréttum mbl.is

Jæja...

...þessi dagur að kveldi kominn.

Var að vinna í dag, svo sækja Jóhannes, svo fá prinsessuna til að fara með bróðir sinn í fótboltaskólann, svo að setja slátur í pott (nammi gott), svo að skjótast út í Krónu og kaupa forsoðnar kartöflur til að búa til alvöru-mús, svo í Ævintýrakistuna til að kaupa hringprjón og garn, svo heim, svo...svo...svo...

Núna eru drengirnir komnir í rúmið.  Jóhannes sagði mér að hann hafi verið í marki og hafi ekki getað varið neitt...hann hafi verið sofandi í markinu...það hafi pabbi hans xxx sagt...!!

Vildi að ég hefði verið þarna til að verja drenginn minn! Hvað er málið? 4ra ára börn í fótbolta...það er ekki eins og þetta sé meistaradeild!!!

En Jóhannes sofnaði sæll og glaður, hann veit að hann er elskaður fyrir þann sem hann er, sama hvað hann gerir!  

Lofaði honum að næst fari ég eða pabbi hans með og verðum til taks til að þagga niður í svona leiðindapésum eins og þessum pabba þarna...

Jamm, svona getur lífið stundum verið.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég held að pabbinn elski barnið þótt keppnisandinn sé að kvelja hann...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.3.2008 kl. 10:33

2 identicon

ef þessir feður geta ekki annað en tekið fótbollta lítilla barna sinna (og annara) inn á taugakerfið á sér ættu þeir að vera heima hjá sér.

knús á þig,

Jóna, sem tekur svonalagað inn á taugakerfið á sér  

jóna björg (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband