16.10.2006 | 19:38
Gremjukast og fleira...
Leikskólinn, eða öllu heldur deildarstjórinn á leikskólanum og það sem hún sagði olli töluvert mikilli gremju hjá mér í dag. Hún kallaði á mig þegar ég náði í Jóhannes í dag og sagðist vilja biðja mig um að láta hann ekki koma í grímubúningi í leikskólann, það ylli róti og það væri ekki leyft í leikskólanum að klæðast grímubúningi - ekki heldur á öskudaginn. Ég kom af fjöllum til að byrja með, en þá sagði hún; "Ég er að tala um íþróttaálfsbúning". Þá fattaði ég að Jóhannes var í íþróttaálfsfötunum sínum. Ég svaraði henni að þetta væri ekki grímubúningur á okkar heimili, þetta væri hluti af fataskápnum hans Jóihannesar. Það var engu tauti við konuna komandi, og ég lét þetta því miður ná mér í gremju. Svo er ég búin að ræða þetta við nokkra aðila sem eru sammála mér. Þessi föt eru föt, ekki grímubúningur, þetta er íþróttagalli. Eða hvað finnst þér?
Ég skal alveg viðurkenna að þegar Jóhannes er í þessu þá er hann íþróttaálfurinn. En hann er líka spiderman þegar hann fer í spiderman-buxurnar og peysuna úr H&M, og hann er súperman þegar hann er í bolnum sínum með súperman-merkinu (líka úr H&M). Ég hef hugsað mér að spyrja hana á morgun hvort hann megi heldur ekki vera í þeim!!! Mér finnst þetta fyrir ofan garð og neðan, og mín skoðun er sú að ef leikskólinn ætlar að stjórna því hvaða fötum börnin eru í, að þá er tímabært að taka upp skólabúning eins og t.d. Hjallastefnu-leikskóli í Rvk. Og hana nú!!!!
---o---
Þá er komið að afmælisbörnum dagsins. Það eru tvær yndislegar stúlkur. Annars vegar Ragnhildur frænka. Elsku frænka, til hamingju með daginn. Vona að þú hafir notið dagsins, þó sérstaklega liðinnar helgi vel.
Hin skvísan er Ida, vinkona Jóhannesar í Danmörku. Eða kærasta eins og hann segir sjálfur!! Ida fékk sendan pakka í síðustu viku, með púsli með íslenskum dýrum og svo fékk fjölskyldan öll smá íslenskt nammi
Eru þau ekki sæt saman?!!
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef heyrt þetta áður með að börnin meiga ekki koma í grímubúningi, en það var þá á öskudaginn. Og ástæðan var sú að íslendingar eru svo öfgafullir og miklir keppnismenn að það var orðin rosa keppni um hvaða barn kæmi nú í flottasta og dýrasta búningnum. Margir foreldrar hafa ekki efni á að kaupa búning fyrir fleiri þúsund krónur en vilja samt ekki að barnið sitt sé verra en hin sem fá meira. Þá var gert að öll börn kæmu í náttfötum á öskudaginn. Ég verð að vera sammála þessu þar sem íslendingar þurfa að vera svona geðveikir. Og það ætti að taka upp skólabúning, bíddu bara þar til Ólöf Ósk fer að byðja um Diesel gallabuxur sem kosta 20.000.- Maður er ekki maður með mönnum nema vera í því flottasta og ekki vill maður að barnið sitt líði ílla yfir að vera ekki eins og hinir. Ég man hvað mér leið alltaf ílla yfir að eiga ekki ekta Millet úlpu, enda varð ég útundan. Fékk hana svo reyndar á endanum, en þá var ég flutt til Noregs og þá skipti það ekki máli. en svona er ísland í dag.
jóna (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 07:46
Reyndar sem betur fer er í tísku núna að vera í second hand, sem er ögn ódýrara. en þar sem það er í tísku þá er hægt að leggja mikið á, og kosta notaðar gallabuxur milli 5 og 10 þús. Er þetta bilun. Þrátt fyrir margt gott á íslandi þá er líka mikil bilun þarna.
jóna aftur (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 07:50
Já, en veistu hvað ég heyrði í gær? Fólk er farið að kaupa þvílíku náttfötin fyrir öskudaginn, því ekki er hægt að senda barnið í notuðum náttfötum!!!
Ég er alveg sammála um öfgana. En hvað með t.d. joggingbuxurnar sem hann er í, í dag? Það er rönd á þeim sem minnir hann á löggubuxur svo nú er hann lögga. Má hann ekki vera í þeim heldur??
Mér finnst allt í lagi að hafa skólabúning. En mér finnst leikskólinn ekki hafa rétt á að skipta sér af klæðnaði barnanna nema þeir skaffi þá annað í staðinn.
Úff, ég man eftir Millet-æðinu...
ég sjálf (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 08:20
Ég er ekki sammála, mér finst leikskólinn hafa rétt á þessu til að halda ruglinu niðri. en það bitnar náttúrulega á þeim sem eru venjulegir og ekki svona bilaðir. Þessir leiðinlegu eyðileggja alltaf hrmpf"#$.
jóna (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 10:15
Takk frænka fyrir sætar afmæliskveðjur til okkar Ingu :)
Ragnhildur (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.