Leita í fréttum mbl.is

Þúfan sem hvarf

Þar sem við sátum með yndislegu gestunum okkar í kvöld rifjaði ég upp þegar ég datt af hestbaki í fysta sinn.  Þá var ég sennilega ekki mikið meira en 6 ára gömul og stjúpi minn teymdi hestinn á skegginu og ég reið á berbaki.  Einhverra hluta vegna þá kipptist hesturinn eitthvað við þegar við vorum komin hálfa leið upp í girðingu (þetta hafa kannski verið 50 m. frá fjárhúsinu og upp í girðingu) og ég flaug af baki.  Stjúpi gerði góðlátlegt grín að mér í mörg ár á eftir...og gerir enn þegar hann man eftir þessu.  Talaði alltaf um "þegar þúfan hvarf"!!!  Svo bættist við söguna einhverju seinna og þá sagði hann; "Jú, jú, Bjarni í Þrastarlundi hljóp út á hlað, hann hélt það væri kominn jarðskjálti!!"

Svona ýmislegt grín hefur alltaf fylgt stjúpa.  Hann er mikill stríðnisgosi, en alltaf góðlátlegt.  Ég segi ykkur kannski fleiri sögur síðar.  En núna ætla ég að skríða inn í rúm, og liggja við hliðina á elskunni minni og njóta þess að við erum bæði heima að kvöldi til.  Það gerist ekki svo oft þessa dagana að við sofnum saman.  Um að gera að njóta þess, eða eins og segir í Carlsberg auglýsingunum; "Og nyd det så længe det varer..." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband