Leita í fréttum mbl.is

ekkert gláp

Nei, það varð ekkert úr sjónvarpsglápi frekar en fyrri daginn.  Gerði ýmislegt annað.  Ég t.d. bauð nágrannakonunni úr himnaríki í kaffi og hún hafði ekki fyrir því að svara, hvað þá meira!!!  Svona kerlingar sko, ég meina það!!!

Svo bjó ég til Daimístertu (Sindri, taktu eftir: DAIMÍSTERTU!!!) og konfektkúlur að hætti Sollu á Grænum (eða Sollu sem var á Grænum).  Þetta er sem sagt eftirréttur fyrir annað kvöld.  Ekki vil ég að hann Jónsi frændi minn horfalli af því einu að koma í heimsókn á Skagann...!!!  Það væri nú ekki í frásögur færandi...úff...ég fæ nú bara illt við tilhugsunina, hvað myndi fólk ekki halda um mig ef fólk tæki upp á því að grennast eftir matarboð hér...ónei, ég bara get ekki meir....Glottandi

Eins og þetta sé ekki nóg?!   En það var sko meira.  Ég átti notalega stund með dóttir minni við konfektgerð, við spjölluðum og við sungum, og gerðum grín og gys...henni finnst ég gömul!!!  Hafiði heyrt annað eins?!  Ég skil ekki hvað hún meinar...hehe...jú, ég man hvernig þetta var...

Nú ætla ég að fylgja prinsessunni í bælið og ætli ég skríði svo ekki sjálf í mitt fleti og velgi það áður en bóndinn kemur dauðþreyttur heim... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu plís senda mér þessar uppskriftir? Ég fæ vatn í munninn og dreplangar að búa svona til!!

Valdís (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 11:50

2 Smámynd: SigrúnSveitó

jamm, geri það. sendi á mailinn.

SigrúnSveitó, 14.10.2006 kl. 14:07

3 identicon

AAAr4rrrggggg, ég er ekkert smáspæld að hafa ekki séð þetta. Læt þetta mér að kenningu verða og tékka bloggið mitt héðan í frá á 10 mínútna fresti ... þótt ég sé bara með gamaldags módem. Ég hefði sko komið í kaffi og líka étið eftirréttinn, Daim-tertuna. Nema ef þú hefðir skrökvað að mér að hún væri full af hnetum, möndlum, döðlum og rúsínum.
Ég kíki bráðum. En þú ert líka með gemsanúmerið mitt og ekki leiðinlegt að fá sms með kaffiboði. Knúsaðu svo krakkana í köku frá mér. Skilaðu ögn virðulegri kveðju til karlsins, því hann hef ég ekki hitt enn.

Gurrí (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 20:18

4 Smámynd: SigrúnSveitó

það eru möndlur í daimtertunni!!!

SigrúnSveitó, 14.10.2006 kl. 21:40

5 Smámynd: SigrúnSveitó

og náttúrlega döðlur og hnetur í konfektkúlunum...

En já, ég er með gsm-númerið þitt, var einmitt að spá í að sms´a á þig...geri það næst.

SigrúnSveitó, 14.10.2006 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband